Erlent

Bretar hætti aðild að Mannréttindasáttmála

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Theresa May flutti í gær ræðu um tengsl Bretlands við Evrópusambandið.
Theresa May flutti í gær ræðu um tengsl Bretlands við Evrópusambandið. Vísir/EPA
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, vill að Bretar segi sig frá Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann bindi nefnilega hendur breska þjóðþingsins um of.

Hins vegar eigi Bretland ekki að segja skilið við Evrópusambandið. Hitt nægi.

David Cameron forsætisráðherra hafði það á stefnuskrá flokks síns fyrir síðustu kosningar að ógilda mannréttindalög, sem skuldbinda breska dómstóla til að hlíta Mannréttindasáttmála Evrópu. Stjórn Camerons hefur þó enn ekki látið verða af því.

Cameron hefur hins vegar ekki útilokað að Bretland eigi að segja sig frá Mannréttindasáttmálanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×