Skóli í einstöku umhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 09:30 „Það er ekki bara höfuðið sem er í skólanum,“ segir Eiríkur glaðlega, um áherslurnar í Waldorfskólanum. Vísir/Pjetur Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Í skógi vaxinni hvilft skammt fyrir ofan borgina kúrir Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, elsti grunnskóli landsins sem starfar samkvæmt hugmyndafræði Rudolfs Steiner, hins þýska. Nú eru þar 70 börn í 1. til 10. bekk. „Hér erum við í einstöku umhverfi og það er upplifun fyrir börn úr borginni að koma hingað og kynnast náttúrunni í alls konar veðri,“ segir Eiríkur Gunnarsson sem hefur kennt við skólann frá 1993, með fimm ára hléi sem hann notaði til náms erlendis. „Fræinu sáði Sesselja á Sólheimum,“ segir Eiríkur, inntur eftir upphafinu. „Allt frá 1930 vann hún eftir stefnu Steiners og var brautryðjandi á Norðurlöndunum. Það fólk sem stofnaði Waldorfskólann kynntist hugmyndinni hjá henni og menntaði sig svo í fræðunum. Eiríkur segir mikið lagt upp úr því í skólanum að þroska manneskjuna sem heild. „Áherslan er ekki bara á bóknám, við leyfum börnunum líka að gera mikið með höndunum og nota sköpunargáfuna á fjölbreyttan hátt. Í okkar augum eru þessir þættir allir jafn mikilvægir sem veganesti út í lífið. Við erum líka búin að vera með moltugerð frá upphafi og allir nemendur sá fræjum, sinna ræktun og uppskera.“ Eiríkur telur tækni nútímans spilla tengslum barna við sjálf sig, því sé tölvunotkun seinkað í Waldorfskólanum, miðað við aðra grunnskóla. „Við teljum betra fyrir börnin að gera hlutina fyrst á blaði í stað þess að stytta sér leið með tölvuforritum. Þau fá hér námskeið í margmiðlunartækni í 8., 9. og 10. bekk, þá verða tækin verkfæri í höndum þeirra. Einhvern tíma birtist blaðapistill um að forstjórar tölvufyrirtækjanna í Silicon Valley í Bandaríkjunum sendi börn sín í Waldorfskóla, þar sem engar tölvur eru.“ Í tilefni 25 ára afmælis skólans verður leiksýning í Gamla bíói í dag klukkan 17, svo verður hátíð í Lækjarbotnum 21. maí og opið hús allan daginn.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira