Sérstakur geðsjúkrabíll fyrir þá sem glíma við andleg veikindi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. apríl 2016 00:15 Verkefnið er sex mánaða gamalt. Nýtt framtak í heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð hefur vakið athygli að undanförnu en sjúkrahús á Vestur-Gotlandi hefur um hálfs árs skeið starfrækt geðsjúkrabíl. Geðsjúkrabíllinn sinnir, eins og nafnið gefur til kynna, þeim útköllum sem varða neyðarástand þegar kemur að geðheilbrigði, svosem þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, geðrofi eða annað. Í bílnum starfa hjúkrunarfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur.Í frétt á vefsíðunni Vardfokus er fjallað um framtakið. Þar kemur fram að með geðsjúkrabílnum sé hægt að taka á málunum á heimili viðkomandi sjúklings og grípa til skilvirkari aðgerða en ella vegna þeirrar sérkunnáttu sem felst í þjónustunni. Rannsóknir hafa sýnt að í aðeins tuttugu prósent tilvika þurfi sjúklingur aðhlynningu á bráðamóttöku, það er að segja aðhlynningu umfram það sem starfsmenn geðsjúkrabílsins geta veitt.Sérhæfnin mikilvæg Um er að ræða samstarfsverkefni milli sjúkrabílsins og geðdeild spítalans í Gautaborg og er markmiðið einfaldlega að koma betur til móts við þá sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma. Verkefnið er fjármagnað af ríkinu og hefur því verið tryggt fjármagn út árið. „Við tryggjum að til staðar sé sérhæfni til þess að meðhöndla sjúklinginn beint og að starfskrafturinn búi yfir nægri reynslu svo hægt sé að taka réttar ákvarðanir,“ segir Tony Stromberg, hjúkrunarfræðingur í geðsjúkrabílnum.Á Íslandi eru enn sem komið er engir bílar sem gegna þessu hlutverki.Vísir/Ernir„Þegar það er ekki sérfræðingur í geðheilbrigði viðstaddur þá keyrum við sjúklingana frekar á bráðamóttöku því að við viljum aldrei taka þá áhættu að við tökum ranga ákvörðun.“ Hann hefur tekið eftir því að sjúklingarnir bregðast öðruvísi við þegar þeir sjá að það er manneskja að meðhöndla þá sem þekkir og skilur veikindin sem þeir glíma við. Stromberg starfar ásamt geðhjúkrunarfræðingnum Petra Andreasson. Flest útköll varða kvíðasjúklinga og sjúklinga með sjálfsvígshugleiðingar. Að meðaltali berast tíu til tólf slíkar hringingar á dag. Flestar hringingar berast frá ungu fólki og oftast seint á kvöldin. Andreasson segir samtal um líðan sjúklingsins eða væg róandi lyf stundum geta lagfært aðstæður. „Stundum hringjum við í sjúklinginn daginn eftir til þess að athuga með líðan hans.“ En önnur skipti eru alvarlegri og þá skiptir máli að hafa hjúkrunarfræðing sem hefur sérhæfni og reynslu til þess að sjá hvenær sjúklingur er svo illa haldinn að hann þarf að vera lagður inn á spítala. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Nýtt framtak í heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð hefur vakið athygli að undanförnu en sjúkrahús á Vestur-Gotlandi hefur um hálfs árs skeið starfrækt geðsjúkrabíl. Geðsjúkrabíllinn sinnir, eins og nafnið gefur til kynna, þeim útköllum sem varða neyðarástand þegar kemur að geðheilbrigði, svosem þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, geðrofi eða annað. Í bílnum starfa hjúkrunarfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur.Í frétt á vefsíðunni Vardfokus er fjallað um framtakið. Þar kemur fram að með geðsjúkrabílnum sé hægt að taka á málunum á heimili viðkomandi sjúklings og grípa til skilvirkari aðgerða en ella vegna þeirrar sérkunnáttu sem felst í þjónustunni. Rannsóknir hafa sýnt að í aðeins tuttugu prósent tilvika þurfi sjúklingur aðhlynningu á bráðamóttöku, það er að segja aðhlynningu umfram það sem starfsmenn geðsjúkrabílsins geta veitt.Sérhæfnin mikilvæg Um er að ræða samstarfsverkefni milli sjúkrabílsins og geðdeild spítalans í Gautaborg og er markmiðið einfaldlega að koma betur til móts við þá sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma. Verkefnið er fjármagnað af ríkinu og hefur því verið tryggt fjármagn út árið. „Við tryggjum að til staðar sé sérhæfni til þess að meðhöndla sjúklinginn beint og að starfskrafturinn búi yfir nægri reynslu svo hægt sé að taka réttar ákvarðanir,“ segir Tony Stromberg, hjúkrunarfræðingur í geðsjúkrabílnum.Á Íslandi eru enn sem komið er engir bílar sem gegna þessu hlutverki.Vísir/Ernir„Þegar það er ekki sérfræðingur í geðheilbrigði viðstaddur þá keyrum við sjúklingana frekar á bráðamóttöku því að við viljum aldrei taka þá áhættu að við tökum ranga ákvörðun.“ Hann hefur tekið eftir því að sjúklingarnir bregðast öðruvísi við þegar þeir sjá að það er manneskja að meðhöndla þá sem þekkir og skilur veikindin sem þeir glíma við. Stromberg starfar ásamt geðhjúkrunarfræðingnum Petra Andreasson. Flest útköll varða kvíðasjúklinga og sjúklinga með sjálfsvígshugleiðingar. Að meðaltali berast tíu til tólf slíkar hringingar á dag. Flestar hringingar berast frá ungu fólki og oftast seint á kvöldin. Andreasson segir samtal um líðan sjúklingsins eða væg róandi lyf stundum geta lagfært aðstæður. „Stundum hringjum við í sjúklinginn daginn eftir til þess að athuga með líðan hans.“ En önnur skipti eru alvarlegri og þá skiptir máli að hafa hjúkrunarfræðing sem hefur sérhæfni og reynslu til þess að sjá hvenær sjúklingur er svo illa haldinn að hann þarf að vera lagður inn á spítala.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira