Falskur söngur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Snorri Baldursson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Á vorfundi Landsnets 5. apríl sl. sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um [þennan] skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“!? Ráðherra gagnrýndi tillögu verkefnisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að hún tæki ekki nægilegt tillit til samfélagslegra og efnahagslegra sjónarmiða (les. orkugeirans). Þetta tengdi hún loftslagsmálum og þeirri meintu skyldu okkar að virkja sem allra mest til að draga megi úr losun CO2 á heimsvísu. Rót gagnrýninnar virðist vera óánægja með þá tillögu að þrjú stór vatnasvið á miðhálendinu, Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá, auk efstu draga Þjórsár fari í verndarflokk. Í orkunýtingarflokki rammaáætlunar verða alls um 1.400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir. Það afl samsvarar rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum sem gætu fræðilega knúið tvö ný risaálver á stærð við álver ALCOA í Reyðarfirði (ekki að ég mæli með því). En eru ekki Norðlendingar afskiptir? Nei, síður en svo. Á Norðurlandi eru, að Þeistareykjavirkjun meðtalinni, um 570 MW til ráðstöfunar þótt vissulega sé mikil umhverfisáhætta fylgjandi t.d. Bjarnarflagsvirkjun. Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutning raforku um allt land. Samkvæmt tölum Ragnheiðar sparar (hennar orðalag) 100 MW virkjun árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir bindingu 200 milljóna trjáa eða 950 ferkílómetra af skógi. Megavöttin 1.400 í orkunýtingarpottinum „spara” því sem nemur bindingu 2,8 milljarða trjáa eða 13.300 ferkílómetra af skógi. Verður ekki að segja að það sé býsna rausnarlegt framlag til loftslagsmála í heiminum? Fyrir 500 MW af orku má líka rafvæða samgöngur, sjávarútveg og landbúnað og þar með draga úr árlegri losun frá þessum greinum sem nemur vel á aðra milljón tonna af CO2. Þá væru samt eftir allt að 900 MW fyrir Norðlendinga og aðra til iðnaðaruppbyggingar. Orkunýtingarflokkur inniheldur því yfrið nóg af virkjanahugmyndum fyrir orkugeirann að moða úr á næstu árum, jafnvel þótt þeim sem mest áhætta fylgir verði sleppt og miðhálendinu hlíft. Söngurinn um skyldu okkar til að virkja sem mest er gamalkunnur. Við höfum líka skyldur til að vernda einstaka náttúru sem á sér fáa ef nokkra líka. Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherranns falskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á vorfundi Landsnets 5. apríl sl. sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um [þennan] skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“!? Ráðherra gagnrýndi tillögu verkefnisstjórnarinnar einkum á þeim forsendum að hún tæki ekki nægilegt tillit til samfélagslegra og efnahagslegra sjónarmiða (les. orkugeirans). Þetta tengdi hún loftslagsmálum og þeirri meintu skyldu okkar að virkja sem allra mest til að draga megi úr losun CO2 á heimsvísu. Rót gagnrýninnar virðist vera óánægja með þá tillögu að þrjú stór vatnasvið á miðhálendinu, Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá, auk efstu draga Þjórsár fari í verndarflokk. Í orkunýtingarflokki rammaáætlunar verða alls um 1.400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir. Það afl samsvarar rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum sem gætu fræðilega knúið tvö ný risaálver á stærð við álver ALCOA í Reyðarfirði (ekki að ég mæli með því). En eru ekki Norðlendingar afskiptir? Nei, síður en svo. Á Norðurlandi eru, að Þeistareykjavirkjun meðtalinni, um 570 MW til ráðstöfunar þótt vissulega sé mikil umhverfisáhætta fylgjandi t.d. Bjarnarflagsvirkjun. Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutning raforku um allt land. Samkvæmt tölum Ragnheiðar sparar (hennar orðalag) 100 MW virkjun árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir bindingu 200 milljóna trjáa eða 950 ferkílómetra af skógi. Megavöttin 1.400 í orkunýtingarpottinum „spara” því sem nemur bindingu 2,8 milljarða trjáa eða 13.300 ferkílómetra af skógi. Verður ekki að segja að það sé býsna rausnarlegt framlag til loftslagsmála í heiminum? Fyrir 500 MW af orku má líka rafvæða samgöngur, sjávarútveg og landbúnað og þar með draga úr árlegri losun frá þessum greinum sem nemur vel á aðra milljón tonna af CO2. Þá væru samt eftir allt að 900 MW fyrir Norðlendinga og aðra til iðnaðaruppbyggingar. Orkunýtingarflokkur inniheldur því yfrið nóg af virkjanahugmyndum fyrir orkugeirann að moða úr á næstu árum, jafnvel þótt þeim sem mest áhætta fylgir verði sleppt og miðhálendinu hlíft. Söngurinn um skyldu okkar til að virkja sem mest er gamalkunnur. Við höfum líka skyldur til að vernda einstaka náttúru sem á sér fáa ef nokkra líka. Engar rannsóknir liggja fyrir um að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherranns falskur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar