Forritun – áhrif á hugræna getu og færni barna Rakel Sölvadóttir skrifar 13. apríl 2016 09:00 Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað. Eitt af því sem börn gera best er að læra tungumál og því ættu þau að vera mjög móttækileg og fljót að tileinka sér forritunarmál þar sem forritun er í raun bara samskipti milli manns og tölvu á því tungumáli sem báðir skilja. Seymor Papert talaði um að tölvur væru notaðar til að forrita börn með þeirri notkun sem tíðkast almennt í dag. Papert var einn af stofnendum forritunarmálsins Logo og einn af frumkvöðlum þess að nota forritun til að efla vitsmuni barna. Hann byggði hugmyndir sínar á kenningum Piagets og taldi að „Piagetian-lærdómur“, að læra án þess að vera kennt, væri vænlegastur til árangurs. En hvað hafa rannsóknir sýnt fram á í þessum efnum? Hvaða áhrif getur forritunarkennsla haft á hugrænan þroska og getu barna?Rökhugsun og verkefnaúrlausn Það sem gerir forritunarkennslu áhugaverða er að hún krefur nemendur um að finna lausn á vandamálum og setja hugmyndir sínar fram á skipulagðan hátt til þess að miðla þeim rétt til tölvunnar. Sýnt hefur verið fram á að með þessum hætti þjálfar forritun nemendur í rökhugsun sem hægt er að hagnýta síðar til lausnar á vandamálum sem koma upp í daglegu lífi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að forritun eflir hugræna færni til muna jafnframt því að félagsskilningur eykst sem leiðir til þess að nemendur eru líklegri til að vinna í sameiginlegum lausnum á vandamála.Að þekkja eigin hugsun og setja sig í spor annarra Sýnt hefur verið fram á að með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun.Sköpunargáfa og tilfinningaviðbrögð Rannsóknir hafa sýnt fram á að forritunarkennsla hefur jákvæð áhrif á sköpunargáfu og tilfinningaviðbrögð hjá börnum með námsörðugleika ásamt því að hafa verið tengd við myndun þekkingar á afmörkuðum sviðum sem og aukið hugræna og félagslega færni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað. Eitt af því sem börn gera best er að læra tungumál og því ættu þau að vera mjög móttækileg og fljót að tileinka sér forritunarmál þar sem forritun er í raun bara samskipti milli manns og tölvu á því tungumáli sem báðir skilja. Seymor Papert talaði um að tölvur væru notaðar til að forrita börn með þeirri notkun sem tíðkast almennt í dag. Papert var einn af stofnendum forritunarmálsins Logo og einn af frumkvöðlum þess að nota forritun til að efla vitsmuni barna. Hann byggði hugmyndir sínar á kenningum Piagets og taldi að „Piagetian-lærdómur“, að læra án þess að vera kennt, væri vænlegastur til árangurs. En hvað hafa rannsóknir sýnt fram á í þessum efnum? Hvaða áhrif getur forritunarkennsla haft á hugrænan þroska og getu barna?Rökhugsun og verkefnaúrlausn Það sem gerir forritunarkennslu áhugaverða er að hún krefur nemendur um að finna lausn á vandamálum og setja hugmyndir sínar fram á skipulagðan hátt til þess að miðla þeim rétt til tölvunnar. Sýnt hefur verið fram á að með þessum hætti þjálfar forritun nemendur í rökhugsun sem hægt er að hagnýta síðar til lausnar á vandamálum sem koma upp í daglegu lífi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að forritun eflir hugræna færni til muna jafnframt því að félagsskilningur eykst sem leiðir til þess að nemendur eru líklegri til að vinna í sameiginlegum lausnum á vandamála.Að þekkja eigin hugsun og setja sig í spor annarra Sýnt hefur verið fram á að með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun.Sköpunargáfa og tilfinningaviðbrögð Rannsóknir hafa sýnt fram á að forritunarkennsla hefur jákvæð áhrif á sköpunargáfu og tilfinningaviðbrögð hjá börnum með námsörðugleika ásamt því að hafa verið tengd við myndun þekkingar á afmörkuðum sviðum sem og aukið hugræna og félagslega færni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar