Rússneskar herþotur flugu ískyggilega nálægt bandarísku herskipi á Eystrasaltinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 20:43 Mynd sem Bandaríkjaher hefur birt af atvikinu. Mynd/EUCOM Tvær rússneskar herþotur flugu ítrekað ískyggilega nálægt bandaríska herskipinu USS Donald Cook í vikunni. Skipið er statt á Eystrasaltinu og segir skipstjóri skipsins að svo virðist sem að þoturnar hafi verið að æfa árás. Skipið var statt á alþjóðlegu hafsvæði í Eystrasaltinu þegar herþoturnar, rússneskar Sukhoi SU-24, flugu allt að 12 sinnum yfir skipið. Atvikin áttu sér stað á mánudag og þriðjudag en engin vopn voru sjáanleg á þotunum. Skipstjóri herskipsins segir að líklega hafi herþoturnar verið að herma eftir árás á skipið. Talsmaður bandaríska hersins sagði að atvikið væri ein árásargjarnasta hegðun rússneska hersins sem sést hafi að undanförnu. Í yfirlýsingu frá bandaríska hernum kom fram að flug rússnesku herþotnanna svo nálægt bandarískum herskipum væri óásættanlegt og líklegt til þess að skapa aukna spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Á síðasta ári þurftu flugsveitir Atlandshafsbandalagsins að grípa til yfir 250 aðgerða vegna flugferða rússneska hersins yfir evrópskri lofthelgi. Loftrýmisgæslan í Eystrasaltsríkjunum sá um megnið af þessum aðgerðum.Sjá má myndband af einu atvikinu hér fyrir neðan. Tengdar fréttir NATO stendur í ströngu Flugsveitir bandalagsins ekki þurft að grípa til jafn margra aðgerða gegn flugi flugsveita rússneska hersins síðan kalda stríðinu lauk. 31. júlí 2015 13:09 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Tvær rússneskar herþotur flugu ítrekað ískyggilega nálægt bandaríska herskipinu USS Donald Cook í vikunni. Skipið er statt á Eystrasaltinu og segir skipstjóri skipsins að svo virðist sem að þoturnar hafi verið að æfa árás. Skipið var statt á alþjóðlegu hafsvæði í Eystrasaltinu þegar herþoturnar, rússneskar Sukhoi SU-24, flugu allt að 12 sinnum yfir skipið. Atvikin áttu sér stað á mánudag og þriðjudag en engin vopn voru sjáanleg á þotunum. Skipstjóri herskipsins segir að líklega hafi herþoturnar verið að herma eftir árás á skipið. Talsmaður bandaríska hersins sagði að atvikið væri ein árásargjarnasta hegðun rússneska hersins sem sést hafi að undanförnu. Í yfirlýsingu frá bandaríska hernum kom fram að flug rússnesku herþotnanna svo nálægt bandarískum herskipum væri óásættanlegt og líklegt til þess að skapa aukna spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Á síðasta ári þurftu flugsveitir Atlandshafsbandalagsins að grípa til yfir 250 aðgerða vegna flugferða rússneska hersins yfir evrópskri lofthelgi. Loftrýmisgæslan í Eystrasaltsríkjunum sá um megnið af þessum aðgerðum.Sjá má myndband af einu atvikinu hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir NATO stendur í ströngu Flugsveitir bandalagsins ekki þurft að grípa til jafn margra aðgerða gegn flugi flugsveita rússneska hersins síðan kalda stríðinu lauk. 31. júlí 2015 13:09 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
NATO stendur í ströngu Flugsveitir bandalagsins ekki þurft að grípa til jafn margra aðgerða gegn flugi flugsveita rússneska hersins síðan kalda stríðinu lauk. 31. júlí 2015 13:09