Grínisti fór í felur vegna hótana Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. apríl 2016 07:00 „Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanum Jan Böhmermann, sem mætti ekki til verðlaunaafhendingar í vikunni. vísir/epa Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira