Erlent

Tilraunaskot í Norður-Kóreu misheppnaðist

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Norður-Kóreumenn reyndu í nótt að skjóta eldflaug á loft í tilefni af afmæli leiðtogans fyrrverandi, Kim II-sung. Tilraunin fór þó ekki betur en svo að eldflaugin sprakk við flugtak.

Talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu ætli að skjóta miðdrægu flugskeyti á loft, en það gæti náð til bækistöðva Bandaríkjahers á eyjunni Guam í Kyrrahafi. Það er svokölluð Musudan-eldflaug en ekki liggur fyrir hvort slíkri eldflaug hafi verið skotið á loft í nótt.

Bandaríski og suður-kóreski herinn segjast fylgjast grannt með stöðu mála í Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×