Erlent

John Oliver og brúðurnar úr Sesam-stræti fræða okkur um blýmengun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
John Oliver og brúðurnar tóku lagið í þættinum.
John Oliver og brúðurnar tóku lagið í þættinum. Mynd/Skjáskot
Það neyðarástand sem ríkt hefur í Flint í Michigan-ríki Bandaríkjanna vegna blýmengunar í vatni þar hefur dregið athyglina að því hversu alvarleg heilsufarsleg áhrif blýmengun hefur á umhverfið. John Oliver tók blýmengun fyrir í nýjasta þætti sínum af Last Week Tonight og gerði það með hjálp brúðanna úr Sesam-stræti.

Oliver fór yfir blýmengun og þeirri hættu sem af henni stafar af sinnri alkunnu snilld en í þættinum kemur fram að samkvæmt tölum frá húsnæðismálaráðuneyti Bandaríkjanna megi finna blýmálningu, sem getur verið krabbameinsvaldandi, í um tveim milljónum heimila í Bandaríkjunum þar sem finna megi börn undir sex ára aldri.

Vandamálið hefur verið þekkt lengi en brúðurnar Sesam-stræti í fjölluðu um blýmálningu og heilsuspillandi áhrif hennar árið 1996. Í tilefni þess fékk hann brúðurnar með sér í lið líkt og sjá má hér fyrir neðan.

Þátturinn verður sýndur í heild sinni og með íslenskum texta á Stöð 2 á morgun klukkan 22:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×