Formúla 1

Hamilton: Ég náði hring þegar ég þurfti að virkilega að ná honum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu menn dagsins.
Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty
Lewis Hamilton náði öðrum ráspólnum í röð i Bahrein í dag. þetta var einnig hans annar í Bahrein og hans 51. á Formúlu 1 ferlinum. Hringurinn var einnig sá fljótasti í sögunni á Bahrein brautinni.

„Það er magnað að hugsa til þess að við séum orðnir fljótari en V10 bílarnir voru. Nico [Rosberg] var búinn að vera góður á öllum æfingum en ég náði hring þegar ég þurfti virkilega að ná honum,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna.

„Það getur margt gerst hér og það er mikið sem gæti komið á óvart á morgun, keppnisáætlun gæti skipt sköpum. Þetta er sennilega sú keppni sem ráspól skiptir minnstu máli í,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna.

„Þeir voru of fljótir í dag. Vonandi verður ræsingin á morgun svipuð og í Ástralíu, það væri mjög þægilegt. Keppnin á morgun er löng og það getur margt gerst,“ sagði Sebastian Vettel eftir tímatökuna.

„Ég er ánægður með þetta, við bjuggumst ekki við að ná fimmta sæti. Æfingarnar hér voru ekki svo góðar svo tímatakan er óvæntur glaðningur. Mér líður eins og ég sé á ráspól því við eigum ekki möguleika á Mercedes og Ferrari svo fimmta er eins og ráspóll fyrir okkur. Það er skrýtið að fagna fimmta sæti en svona er það,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir fimmti á Red Bull bílnum á morgun.

Valtteri Bottas á brautinni í dag.Vísir/Getty
„Ég er ánægður með hringina mína í tímatökunni. Ég hefði viljað hafa nýja framvænginn og það er pínu skrýtið að ég sé á undan en annars erum við með reglur um hver fær nýja hlutinn þegar það er bara eitt eintak til. Ég hefði auðvitað vilja vera á undan Red Bull en svona er þetta. Nú þurfum við að vera á tánum og reyna að gera allt sem við getum til að vinna upp sæti á morgun,“ sagði Valtteri Bottas á Williams sem ræsir sjötti á morgun.

„Ég get alls ekki kvartað yfir þessum úrslitum í minni fyrstu tímatöku. Að enda framar en Jenson [Button] kom aðeins á óvart en ég vissi að ég væri nálægt honum eftir æfingarnar,“ sagði Stoffel Vandoorne sem ræsir 12. fyrir McLaren.

„Auðvitað er leiðinlegt að Fernando [Alonso] gat ekki keyrt. Við hefðum viljað fá að athuga stöðuna á honum í morgun en ekki á mánudaginn, því það getur margt breyst á fimm dögum,“ sagði Ron Dennis framkvæmdastjóri McLaren.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton náði ráspól í Bahrein

Lewis Hamilton var fljótastur undir flóðljósunum í tíamtökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bahrein á morgun. Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×