Tesla Model 3 með 15 tommu LG skjái Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 09:36 Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent
Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent