Tesla Model 3 með 15 tommu LG skjái Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 09:36 Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Tesla mun hafa nóg að gera á næstu árum að uppfylla alla þær pantanir sem komnar eru í Model 3 bílinn. Til þess að svo geti orðið þarf Tesla að reiða sig á nokkur af stærri fyrirtækjum heims. Eitt þeirra er S-kóreska fyrirtækið LG sem útvega mun Tesla þá 15 tommu skjái sem eru fyrir miðju mælaborðsins í bílunum. Tesla mun því þurfa að panta að minnsta kosti 135.000 svona skjái uppí þær forpantanir sem komnar eru í bílinn. LG hefur ekki fram að þessu, fremur en aðrir framleiðendur á tölvuskjám, fengið svo stóra pöntun frá bílaframleiðanda. LG hefur hingað til framleitt sjónvarpsskjái, tölvuskjái og símaskjái, en nú bætast upplýsingaskjáir fyrir bíla við og það ekki í litlu magni. Líklega munu skjáframleiðendur þurfa í auknum mæli að útvega bílaframleiðendum skjái, en þeir fara sístækkandi í nútíma bílum. Fram að þessu hefur Tesla keypt skjái frá ónefndum framleiðanda í Tesla Model S og Model X bílana en ekki fylgir sögunni hvort LG muni taka yfir framleiðslu skjánna sem finna verður í nýjum Model S og X.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent