Skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna Bjarni Halldór Janusson og Geir Finnsson. skrifar 4. apríl 2016 11:21 Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun