Um fátækt stjórnmálamanna Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun