Um fátækt stjórnmálamanna Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar