Körfubolti

Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR.

Haukur Helgi Pálsson ætlaði þá að freista þess að skora fyrir Njarðvík á lokasekúndunum.

Helgi Már Magnússon náði aftur á móti að stöðva hann og ná síðan boltanum.

Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik

Við fyrstu sýn virtist boltinn hafa farið í fótinn á Hauki en við nánari skoðun sést að það er Helgi sem stöðvar boltann með sínum fæti.

Atvikið og umræðu strákanna í Körfuboltakvöldi um það má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.