Gamalt kjarnorkuver að Tesla bílaverksmiðju? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 14:48 Fessenheim kjarnorkuverið í Alsace í Frakklandi. Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ségoléne Royal sem fer með orkumál fyrir frönsk yfirvöld hefur stungið uppá því við Elon Musk, forstjóra og eiganda Tesla rafbílaframleiðandans, að gamalt kjarnorkuver í Frakklandi gæti hentað ágætlega sem verksmiðja Tesla. Musk er að leita að hentugum stað í Evrópu til að smíða Tesla bíla fyrir Evrópumarkað og á ferð sinni í Frakklandi í janúar viðraði hann þessa ósk sína og að draumastaðsetningin væri í Alsace héraði í Frakklandi vegna landfræðilegrar legu. Kjarnorkuverið er einmitt staðsett í Alsace, svo til mitt á milli Strasbourg og Basel í Sviss. Alsace héraðið á landamæri að bæði Þýskalandi og Sviss og væri því heppilegur dreifingastaður fyrir Tesla bíla. Kjarnorkuverið sem um ræðir er í Fessenheim og til stendur að leggja það niður í ár, enda er það elsta nústarfandi kjarnorkuver í Frakklandi. Einhvern tíma tekur þó að ganga svo frá verinu að hægt verði að breyta því í bílaverksmiðju og það gæti fælt Elon Musk frá þessari tillögu Ségoléne Royal.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira