Mazda vinnur að 400 hestafla Rotary vél Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:42 Einföld teikning af nýju Rotari vél Mazda sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira