Forstjóri Nissan fagnar 276.000 pöntunum í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 13:06 Nissan Leaf hefur selst í 201.000 eintökum frá upphafi. Fæstir bílaframleiðendur fagna velgengni annarra bílaframleiðenda en það á ekki við í tilviki forstjóra Nissan/Renault, Carlos Ghosn. Hann fagnar því að heimsbyggðin sé svo móttækileg fyrir rafmagnsbílum og telur að þessi áhugi nú á Tesla Model 3 muni aðeins auka eftirspurnina eftir rafmagnsbílum. Nissan er stærsti seljandi rafmagnsbíla heims og á Nissan Leaf þar stærstan skerf. Carlos Ghosn hugsar sér gott til glóðarinnar og telur að með þessum fréttum muni Nissan og Renault bara selja fleiri rafmagnsbíla, þó svo Tesla Model 3 hafi fundið 276.000 nýja kaupendur. Það sem vinnur með Carlos Ghosn er sú staðreynd að bílafyrirtæki hans eru nú þegar með í sölu rafmagnsbíla, en talsvert er í að fyrstu Model 3 bílarnir vera afhentir, eða seinni hluta næsta árs ef áætlanir ganga eftir og því mun Nissan og Renault selja margan rafmagnsbílinn þar til þess kemur. Fyrirfram pantanir á Tesla Model 3 eru nú orðnar nærri þrefalt fleiri en öll sala Tesla á Model S og Model X bílum sínum árin 2012 til 2015, sem seldust þessi ár í 107.000 eintökum. Allir þeir sem pantað hafa sér Tesla Model 3 bíl hafa greitt fyrirfram 1.000 dollara til að staðfesta pöntun sína. Því hefur Tesla nú safnað 276 milljónum dollara vegna þessa, eða 34,4 milljörðum króna. Tesla segist ætla að afhenda 80-90.000 Model S og X bíla í ár, en heildarsalan mun aukast mjög á næsta ári þegar afhendingar á Model 3 hefjast. Nissan hefur selt alls 201.000 Leaf rafmagnsbíla frá árinu 2010 og er hann mest seldi einstaki rafmagnsbíll heims. Kannski nær Tesla Model 3 þessum titli af Nissan, en þó eru líklega einhver ár í það. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Fæstir bílaframleiðendur fagna velgengni annarra bílaframleiðenda en það á ekki við í tilviki forstjóra Nissan/Renault, Carlos Ghosn. Hann fagnar því að heimsbyggðin sé svo móttækileg fyrir rafmagnsbílum og telur að þessi áhugi nú á Tesla Model 3 muni aðeins auka eftirspurnina eftir rafmagnsbílum. Nissan er stærsti seljandi rafmagnsbíla heims og á Nissan Leaf þar stærstan skerf. Carlos Ghosn hugsar sér gott til glóðarinnar og telur að með þessum fréttum muni Nissan og Renault bara selja fleiri rafmagnsbíla, þó svo Tesla Model 3 hafi fundið 276.000 nýja kaupendur. Það sem vinnur með Carlos Ghosn er sú staðreynd að bílafyrirtæki hans eru nú þegar með í sölu rafmagnsbíla, en talsvert er í að fyrstu Model 3 bílarnir vera afhentir, eða seinni hluta næsta árs ef áætlanir ganga eftir og því mun Nissan og Renault selja margan rafmagnsbílinn þar til þess kemur. Fyrirfram pantanir á Tesla Model 3 eru nú orðnar nærri þrefalt fleiri en öll sala Tesla á Model S og Model X bílum sínum árin 2012 til 2015, sem seldust þessi ár í 107.000 eintökum. Allir þeir sem pantað hafa sér Tesla Model 3 bíl hafa greitt fyrirfram 1.000 dollara til að staðfesta pöntun sína. Því hefur Tesla nú safnað 276 milljónum dollara vegna þessa, eða 34,4 milljörðum króna. Tesla segist ætla að afhenda 80-90.000 Model S og X bíla í ár, en heildarsalan mun aukast mjög á næsta ári þegar afhendingar á Model 3 hefjast. Nissan hefur selt alls 201.000 Leaf rafmagnsbíla frá árinu 2010 og er hann mest seldi einstaki rafmagnsbíll heims. Kannski nær Tesla Model 3 þessum titli af Nissan, en þó eru líklega einhver ár í það.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent