Útivistarsýning Kia á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 13:45 Kia Sorento Arctic Edition er með 24 cm undir lægsta punkt. Kia verður með útivistarsýningu á laugardaginn, 9. apríl kl. 12-16 hjá bílaumboðinu Öskju að Krókhálsi 11. Þar verður m.a. frumsýnd ný og breytt útfærsla af Kia Sorento sem nefnist Arctic Edition og er tilvalinn í útivistina, veiðina og ferðalögin. Arctic Edition er upphækkaður, með lengda dempara, aukið beygjurými og kemur á sérstökum 32” Trail Country dekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24 cm veghæð og hefur tveggja tonna dráttargetu. Kia Sorento Arctic Edition er fáanlegur 7 manna. Þegar Kia Sorento er breytt fyrir 32 tommu dekk í þessari útfærslu er hann eingöngu hækkaður á fjöðrun. Bíllinn heldur því upprunalegum aksturseiginleikum sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki hyggja á erfiðar vetrarferðir en vilja komast um fjallvegi án þess að reka bílinn niður. Hann getur því óhikað mætt nýjum og spennandi áskorunum, hvort sem er á sléttum vegum eða grófari slóðum. Auk þess að hækka undir lægsta punkt verður bíllinn með aukið veggrip og býður upp á mýkri akstur á grófum vegum. Bíllinn verður auk þess stöðugri. Auk frumsýningar á Kia Sorento Arctic Edition verða aðrir bílar úr Kia fjölskyldunni til sýnis m.a. rafbíllinn Kia Soul EV og hinir nýju Kia Sportage og Optima sem hlutu á dögunum hin eftirsóttu Red Dot verðlaun fyrir flotta hönnun í sínum flokkum. Arctic Trucks sýna fjórhjól, torfæruhjól og nýjan buggy-bíl frá Yamaha. Veiðihornið kynnir vortilboð og veiðivörur frá Sage og Simms og fjallahjól frá GÁP verða á staðnum. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Kia verður með útivistarsýningu á laugardaginn, 9. apríl kl. 12-16 hjá bílaumboðinu Öskju að Krókhálsi 11. Þar verður m.a. frumsýnd ný og breytt útfærsla af Kia Sorento sem nefnist Arctic Edition og er tilvalinn í útivistina, veiðina og ferðalögin. Arctic Edition er upphækkaður, með lengda dempara, aukið beygjurými og kemur á sérstökum 32” Trail Country dekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24 cm veghæð og hefur tveggja tonna dráttargetu. Kia Sorento Arctic Edition er fáanlegur 7 manna. Þegar Kia Sorento er breytt fyrir 32 tommu dekk í þessari útfærslu er hann eingöngu hækkaður á fjöðrun. Bíllinn heldur því upprunalegum aksturseiginleikum sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki hyggja á erfiðar vetrarferðir en vilja komast um fjallvegi án þess að reka bílinn niður. Hann getur því óhikað mætt nýjum og spennandi áskorunum, hvort sem er á sléttum vegum eða grófari slóðum. Auk þess að hækka undir lægsta punkt verður bíllinn með aukið veggrip og býður upp á mýkri akstur á grófum vegum. Bíllinn verður auk þess stöðugri. Auk frumsýningar á Kia Sorento Arctic Edition verða aðrir bílar úr Kia fjölskyldunni til sýnis m.a. rafbíllinn Kia Soul EV og hinir nýju Kia Sportage og Optima sem hlutu á dögunum hin eftirsóttu Red Dot verðlaun fyrir flotta hönnun í sínum flokkum. Arctic Trucks sýna fjórhjól, torfæruhjól og nýjan buggy-bíl frá Yamaha. Veiðihornið kynnir vortilboð og veiðivörur frá Sage og Simms og fjallahjól frá GÁP verða á staðnum.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent