Charlize Theron í Fast & Furious 8 Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 09:47 Charlize Theron. Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira