Charlize Theron í Fast & Furious 8 Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 09:47 Charlize Theron. Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Leikkonan Charlize Theron hefur verið fengin í leikaralið Fast & Furious 8 myndarinnar sem nú er verið að taka upp að hluta hér á landi. Charlize Theron er ekki óvön því að leika í bílamyndum þar sem hún lék einnig í Mad Max: Fury Road sem sýnd var á síðasta ári. Þar vildi margir meina að hún hefði stolið senunni. Í Fast & Furious mun hún leika einhverskonar ótukt. Ekki er vitað til þess að hún muni leika sitt hlutverk hér á landi, enda væri hún þá líklega á landinu nú. Fast & Furious 8 myndin verður frumsýnd 14. apríl á næsta ári, eftir ríflega eitt ár. Vin Diesel, einn aðalleikari myndanna, hefur sagt að áttunda myndin sé sú fyrsta í þríleik og verða myndirnar þá orðnar tíu talsins. Charlize Theron lék í myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér á landi og kom til landsins þá þess vegna. Charlize Theron er frá S-Afríku og er 40 ára.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira