FME fylgist með lekanum og sendir bönkunum fyrirspurn Óli Kr. Ármannsson skrifar 9. apríl 2016 07:00 Fjármálaeftirlitið er í háhýsinu við Katrínartún 2 í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent íslensku viðskiptabönkunum erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort þeir bjóði þjónustu þar sem viðskiptavinir eru aðstoðaðir við að koma fjármunum fyrir í aflandsfélögum. Í svari FME við eftirgrennslan blaðsins kemur fram að stofnunin geti ekki upplýst um einstaka eftirlitsskylda aðila, en hafi enga ástæðu til að ætla að fjármálastofnanir hér hafi gengið fram með þeim hætti. Breska fjármálaeftirlitið (Financial Conduct Authority, FCA) hefur einnig brugðist við, að því er fram kemur á fréttavef The Guardian í gær og gefið bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi vikufrest til að afhenda öll gögn um viðskipti þeirra við panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca, en á sunnudag var tekið að birta upplýsingar úr skjölum sem láku frá stofunni. Í svari stóru bankanna þriggja til Markaðarins á miðvikudag kemur fram að frá því þeir voru stofnaðir haustið 2008 hafi þeir ekki aðstoðað einstaklinga eða lögaðila við að stofna reikninga eða félög á aflandssvæðum.Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FMEJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sem í gær var á ferðalagi erlendis, sagði í viðtali við RÚV á fimmtudag að auk þess að kalla eftir svörum frá bönkunum muni stofnunin grennslast fyrir um innihald Panama-skjalanna. Fjármálastofnunum sé skylt, að viðlögðum refsingum, að greina FME satt og rétt frá, en einnig verði fylgst með því hvort eitthvað úr gagnalekanum eigi við um íslensk fjármálafyrirtæki. Gagnalekanum hefur verið lýst sem einhverjum umfangsmesta gagnaleka sem upp hefur komið í heiminum, en um er að ræða 11,5 milljónir skjala sem tengjast leynireikningum og félögum í eigu auðmanna, stjórnmálamanna og fólks með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi víða um heim. Fram hefur komið að í gögnum þeim sem láku frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sé að finna upplýsingar um 800 aflandsfélög í eigu um 600 einstaklinga eða lögaðila hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét í vikunni af starfi forsætisráðherra vegna uppljóstrana úr gögnunum, en í þeim er einnig að finna félög sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent íslensku viðskiptabönkunum erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort þeir bjóði þjónustu þar sem viðskiptavinir eru aðstoðaðir við að koma fjármunum fyrir í aflandsfélögum. Í svari FME við eftirgrennslan blaðsins kemur fram að stofnunin geti ekki upplýst um einstaka eftirlitsskylda aðila, en hafi enga ástæðu til að ætla að fjármálastofnanir hér hafi gengið fram með þeim hætti. Breska fjármálaeftirlitið (Financial Conduct Authority, FCA) hefur einnig brugðist við, að því er fram kemur á fréttavef The Guardian í gær og gefið bönkum og fjármálafyrirtækjum þar í landi vikufrest til að afhenda öll gögn um viðskipti þeirra við panamísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca, en á sunnudag var tekið að birta upplýsingar úr skjölum sem láku frá stofunni. Í svari stóru bankanna þriggja til Markaðarins á miðvikudag kemur fram að frá því þeir voru stofnaðir haustið 2008 hafi þeir ekki aðstoðað einstaklinga eða lögaðila við að stofna reikninga eða félög á aflandssvæðum.Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FMEJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, sem í gær var á ferðalagi erlendis, sagði í viðtali við RÚV á fimmtudag að auk þess að kalla eftir svörum frá bönkunum muni stofnunin grennslast fyrir um innihald Panama-skjalanna. Fjármálastofnunum sé skylt, að viðlögðum refsingum, að greina FME satt og rétt frá, en einnig verði fylgst með því hvort eitthvað úr gagnalekanum eigi við um íslensk fjármálafyrirtæki. Gagnalekanum hefur verið lýst sem einhverjum umfangsmesta gagnaleka sem upp hefur komið í heiminum, en um er að ræða 11,5 milljónir skjala sem tengjast leynireikningum og félögum í eigu auðmanna, stjórnmálamanna og fólks með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi víða um heim. Fram hefur komið að í gögnum þeim sem láku frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sé að finna upplýsingar um 800 aflandsfélög í eigu um 600 einstaklinga eða lögaðila hér á landi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét í vikunni af starfi forsætisráðherra vegna uppljóstrana úr gögnunum, en í þeim er einnig að finna félög sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira