26 ára Breti lét taka mynd af sér með egypska flugræningjanum Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2016 11:32 Sprengjubelti flugræningjans reyndist ekki vera ekta. 26 ára Breti sem haldið var í gíslingu í flugi EgyptAir á Kýpur í gær segist hafa látið taka mynd af sér með flugræningjanum til að komast nær og sjá betur „sprengjubelti“ ræningjans. Ben Innes segir í samtali við Sun að ef sprengjubeltið væri ekta hefði hann hvort eð er ekki haft neinu að tapa. Innes var einn þriggja farþega, auk fjögurra áhafnarmeðlima, sem haldið var áfram í gíslingu eftir að vél EgyptAir var lent á Larnaca-flugvellinum á Kýpur í gærmorgun. Flestum farþegum var sleppt skömmu eftir lendingu. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, 52 ára Egypti, kvaðst þá vera með sprengjubelti, en síðar kom í ljós að það hafi ekki verið ekta. Síðustu gíslunum var sleppt um hádegisbil að íslenskum tíma í gær og flugræninginn handtekinn. Innes er starfsmaður breskra heilbrigðisyfirvalda frá Leeds, en starfar í Aberdeen í Skotlandi. Hann var á leið heim úr vinnuferð þegar vélinni, sem var á leið milli Alexandríu og Kaíró, var rænt.Ben Innes from #Aberdeen poses for a picture with #EgyptAir #MS181 hijacker. pic.twitter.com/ywdGYuDWwm— Paul Smith (@Journo_Paul) March 29, 2016 Hann ræddi við breska blaðið Sun um ástæður þess að hann lét taka mynd af sér með flugræningjanum. „Ég er ekki viss af hverju ég gerði þetta. Ég var bara að reyna að halda stemningunni uppi þegar ég stóð frammi fyrir þessari ógn. Ég taldi að ef sprengjan væri raunveruleg þá hefði ég hvort eð er engu að tapa, svo ég tók áhættuna til að sjá hana betur.“ Innes segist hafa beðið einn áhafnarmeðlima um að þýða fyrir sig og spyrja ræningjann hvort hann mætti taka mynd af sér með honum. „Hann yppti bara öxlum og sagði allt í lagi, svo ég stóð hjá honum og brosti á meðan flugfreyjan tók myndina. Þetta hlýtur að vera besta selfie sögunnar.“ Miklar umræður hafa í kjölfarið spunnist á netinu um hvenær „selfie“ sé „selfie“ og hvenær ekki. Tengdar fréttir Gíslatökunni á Kýpur lokið og flugræninginn handtekinn Lögregla hefur handtekið mann sem hélt fjölda fólks í gíslingu um borð í vél EgyptAir á Larnica-flugvelli á Kýpur í morgun. 29. mars 2016 11:55 Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39 Sprengjubelti flugræningjans reyndist ekki ekta Talsmaður kýpversku lögreglunnar hefur greint frá því að engin sprengiefni hafi fundist við leit um borð í vélinni. 29. mars 2016 15:10 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
26 ára Breti sem haldið var í gíslingu í flugi EgyptAir á Kýpur í gær segist hafa látið taka mynd af sér með flugræningjanum til að komast nær og sjá betur „sprengjubelti“ ræningjans. Ben Innes segir í samtali við Sun að ef sprengjubeltið væri ekta hefði hann hvort eð er ekki haft neinu að tapa. Innes var einn þriggja farþega, auk fjögurra áhafnarmeðlima, sem haldið var áfram í gíslingu eftir að vél EgyptAir var lent á Larnaca-flugvellinum á Kýpur í gærmorgun. Flestum farþegum var sleppt skömmu eftir lendingu. Flugræninginn Seif Eldin Mustafa, 52 ára Egypti, kvaðst þá vera með sprengjubelti, en síðar kom í ljós að það hafi ekki verið ekta. Síðustu gíslunum var sleppt um hádegisbil að íslenskum tíma í gær og flugræninginn handtekinn. Innes er starfsmaður breskra heilbrigðisyfirvalda frá Leeds, en starfar í Aberdeen í Skotlandi. Hann var á leið heim úr vinnuferð þegar vélinni, sem var á leið milli Alexandríu og Kaíró, var rænt.Ben Innes from #Aberdeen poses for a picture with #EgyptAir #MS181 hijacker. pic.twitter.com/ywdGYuDWwm— Paul Smith (@Journo_Paul) March 29, 2016 Hann ræddi við breska blaðið Sun um ástæður þess að hann lét taka mynd af sér með flugræningjanum. „Ég er ekki viss af hverju ég gerði þetta. Ég var bara að reyna að halda stemningunni uppi þegar ég stóð frammi fyrir þessari ógn. Ég taldi að ef sprengjan væri raunveruleg þá hefði ég hvort eð er engu að tapa, svo ég tók áhættuna til að sjá hana betur.“ Innes segist hafa beðið einn áhafnarmeðlima um að þýða fyrir sig og spyrja ræningjann hvort hann mætti taka mynd af sér með honum. „Hann yppti bara öxlum og sagði allt í lagi, svo ég stóð hjá honum og brosti á meðan flugfreyjan tók myndina. Þetta hlýtur að vera besta selfie sögunnar.“ Miklar umræður hafa í kjölfarið spunnist á netinu um hvenær „selfie“ sé „selfie“ og hvenær ekki.
Tengdar fréttir Gíslatökunni á Kýpur lokið og flugræninginn handtekinn Lögregla hefur handtekið mann sem hélt fjölda fólks í gíslingu um borð í vél EgyptAir á Larnica-flugvelli á Kýpur í morgun. 29. mars 2016 11:55 Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39 Sprengjubelti flugræningjans reyndist ekki ekta Talsmaður kýpversku lögreglunnar hefur greint frá því að engin sprengiefni hafi fundist við leit um borð í vélinni. 29. mars 2016 15:10 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Gíslatökunni á Kýpur lokið og flugræninginn handtekinn Lögregla hefur handtekið mann sem hélt fjölda fólks í gíslingu um borð í vél EgyptAir á Larnica-flugvelli á Kýpur í morgun. 29. mars 2016 11:55
Flugránið á Kýpur: Sjö manns enn haldið um borð Vél EgyptAir, MS181, var lent á Larnaca-flugvelli í Kýpur í morgun eftir að maður sem kvaðst vera með sprengjubelti hótaði að sprengja vélina. 29. mars 2016 10:39
Sprengjubelti flugræningjans reyndist ekki ekta Talsmaður kýpversku lögreglunnar hefur greint frá því að engin sprengiefni hafi fundist við leit um borð í vélinni. 29. mars 2016 15:10