Hjálpumst að! Sema Erla Serdar skrifar 31. mars 2016 07:00 Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun