Hjálpumst að! Sema Erla Serdar skrifar 31. mars 2016 07:00 Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heiminum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildarmyndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvallarréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamannamiðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum.Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menningu með því að taka á móti flóttamönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mannréttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttökurnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun