Næsti framkvæmdastjóri SÞ valinn í gegnum opið ferli í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2016 17:03 Hingað til hefur framkvæmdastjórinn verið valinn í lokuðu ferli eftir samkomulagi stórveldanna. Vísir/Getty Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Frambjóðendur til embættis framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þurfa í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna að fara í gegnum opið ferli til þess að hljóta embættið. Hingað til hafa valdamestu ríki heimsins sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komið sér saman um hver verði valinn. Ban Ki-Moon núverandi framkvæmdastjóri hyggst láta af embætti í lok ársins og því þarf að kjósa nýjan framkvæmdastjóri á árinu. Ákveðið hefur verið að frambjóðendur þurfi í fyrsta sinn að skýra hugmyndir sínar og fyrirætlanir á opnum fundum sem haldnir verða í London og New York í apríl og júní. Þar munu almenningur og félagasamtök víðsvegar um heiminn fá tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Þá munu þeir einnig þurfa að koma frammi fyrir Allsherjarþinginu til þess að svara spurningum sem brenna á hinum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta talsverð breyting en hingað til hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verið valinn eftir samkomulagi stærstu og valdamestu ríkja heimsins sem sæti eiga í Öryggisráðinu.Hvíslað hefur verið um að Angela Merkel hafi hug á embættinu.Vísir/EPASjö frambjóðendur boðið sig fram Samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna skipar Allsherjarþingið framkvæmdastjóra samtakanna eftir tillögu Öryggisráðsins. Kína, Bandaríkin, Frakkland, Rússland og Bretland hafa þó neitunarvald í Öryggisráðinu og geta því komið í veg fyrir að frambjóðandi sem þeim líst ekki vel á verði kosinn. En, Öryggisráðið og Allsherjarþingið hafa nú gefið leyfi sitt fyrir því að opna ferlið en hingað til hefur kosningabarátta einstakra frambjóðenda nánast eingöngu átt sér stað á bak við luktar dyr. Að lokum mun þó sá sem verður fyrir valinu að hljóta samþykki allra ríkjanna sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Nú þegar hafa sjö frambjóðendur boðið sig fram, flestir þeirra frá ríkjum Austur-Evrópu, enda „röðin“ komin að þeim ríkjahópi að eiga fulltrúa í stóli framkvæmdastjóri. Ekki er þó talið víst að fulltrúi frá Austur-Evrópu verði valinn í þetta skiptið. Evrópa sem heild hefur átt þrjá af þeim átta sem gegnt hafa embætti framkvæmdastjóra. Þá er sterk krafa í þetta skipti að kona verði fyrir valinu enda hafa framkvæmdastjórarnir hingað til allir verið karlar. Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.Vísir/EPASlúðrað um að Merkel bjóði sig fram þær Irina Bokova, framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), og Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlagamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, leiða kapphlaupið um embættið. Vesna Pucic frá Króatíu, Srgjan Kerim frá Makedóníu, Natalia Gherman frá Moldavíu, Danilo Turk frá Slóveníu og Antiono Gutieress frá Portúgal hafa einnig boðið sig fram. Fleiri frambjóðendur hafa eru taldir líklegir til þess að stíga fram á næstu vikum og mánuðum. Undanfarið hefur verið hvíslað um það að Angela Merkel Þýskalandskanslari muni jafnvel bjóða sig fram. Þá er talið víst að Michelle Bachelet, forseti Chile og Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja-Sjálands muni fara fram.Kjörinn til fimm áraFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kjörinn til fimm ára í senn og hefur yfirumsjón með starfseminni. Framkvæmdastjórinn getur ekki beitt neitunarvaldi gegn eða lagt fram bindandi ályktanir. Þó getur hann lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, auk þess að leggja fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
Tengdar fréttir Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tvær búlgarskar konur þykja líklegastar til að taka við af Ban Ki-moon Nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í september næstkomandi. 28. janúar 2016 14:05