Lincoln Navigator með gullwing hurðum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 10:30 Með gullwing vængjahurðir og niðurfellanlegar tröppur til að auðvelda innstig. Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Einn af þeim bílum sem frumsýndir verða á komandi bílasýningu í New York er þessi Lincoln Navigator jeppi sem fer í framleiðslu á næsta ári. Þó er líklega ekki um endanlega útgáfu bílsins að ráða því þessi tilraunbíll er með vængjahurðum, en það verður framleiðslubíllinn ekki. Lincoln segist hafa sett þessar vængjahurðir á bílinn fyrir sýninguna í New York til að sýna sem best hversu mikið rými er í bílnum. Lincoln er lúxusbílamerki Ford og því er mikið lagt í þennan jeppa. Framsætin eru meðal annars stillanleg á 30 vegu og allt löðrandi í leðri og viði í innréttingunni. Afar athygliverðar tröppur til að auðvelda innstig falla niður úr bílnum. Hljóðkerfi bílsins er af betri gerðinni og frá Revel og 360 gráðu myndavélasýn umhverfis bílinn er til taks fyrir bílstjórann. Lincoln hefur sett 400 hestafla V6 EcoBoost vél með 3,5 lítra sprengirými undir húddið og bíllinn hefur fengið nýjan undirvagn. Nokkrir Lincoln Navigator bílar af eldri gerðum eru á íslensku vegunum í dag. Laglegur bíll að ytra útliti.Hlaðinn lúxus að innan.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent