Dulkóðunarbaráttu FBI og Apple lokið í bili Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. mars 2016 15:43 Baráttu Apple og FBI fyrir dómstólum virðist lokið í bili. vísir/getty Prófmál FBI gegn Apple, þar sem á reyndi hvort tæknirisanum væri skylt að aflæsa síma fjöldamorðingja, gæti hafa fengið snöggan og óvæntan endi á dögunum þegar FBI fékk leyfi til að fresta málflutningi í málinu. Ástæðan er sögð vera sú að ísraelskt fyrirtæki sé fært um að veita þá þjónustu sem Apple vildi ekki. Fari svo að tækni fyrirtækisins virki er engin ástæða til að halda málarekstri áfram fyrir dómstólum. Apple hefur staðið í ströngu gegn FBI að undanförnu og neitað að aflæsa símum glæpamanna. Þar á meðal mann sem bar ábyrgð á skotárás í San Bernardino þar sem fjórtán almennir borgarar féllu auk tveggja árásarmanna. Apple hefur meðal annars neitað að aflæsa símunum á þeim grundvelli að komist slíkt forrit í rangar hendur aukist hætta á árásum á síma almennra borgara. Halla myndi á friðhelgi einkalífsins á tækniöld. „Við eigum eftir að skoða hvort tæknin virki sem skyldi og hvort gögn á símum séu ósködduð eftir notkun forritsins,“ sögðu lögmenn alríkisyfirvalda í bókun sem lögð var fyrir dómara málsins. „Við förum fram á frestun málsins á meðan þessi möguleiki er kannaður. Virki hann sem skyldi er engin ástæða til að halda rekstri málsins áfram.“ Málin voru talin skólabókardæmi um mál sem myndi enda fyrir hæstarétti landsins þar sem látið yrði reyna á hvort framkvæmdin stæðist stjórnarskrá landsins. Virki ísraelska tæknin sem skyldi er útlit fyrir að ekkert verði af slíkum dómi. Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Lögreglan fái að brjótast inn í síma og spjaldtölvur Með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings. 17. mars 2016 14:00 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Prófmál FBI gegn Apple, þar sem á reyndi hvort tæknirisanum væri skylt að aflæsa síma fjöldamorðingja, gæti hafa fengið snöggan og óvæntan endi á dögunum þegar FBI fékk leyfi til að fresta málflutningi í málinu. Ástæðan er sögð vera sú að ísraelskt fyrirtæki sé fært um að veita þá þjónustu sem Apple vildi ekki. Fari svo að tækni fyrirtækisins virki er engin ástæða til að halda málarekstri áfram fyrir dómstólum. Apple hefur staðið í ströngu gegn FBI að undanförnu og neitað að aflæsa símum glæpamanna. Þar á meðal mann sem bar ábyrgð á skotárás í San Bernardino þar sem fjórtán almennir borgarar féllu auk tveggja árásarmanna. Apple hefur meðal annars neitað að aflæsa símunum á þeim grundvelli að komist slíkt forrit í rangar hendur aukist hætta á árásum á síma almennra borgara. Halla myndi á friðhelgi einkalífsins á tækniöld. „Við eigum eftir að skoða hvort tæknin virki sem skyldi og hvort gögn á símum séu ósködduð eftir notkun forritsins,“ sögðu lögmenn alríkisyfirvalda í bókun sem lögð var fyrir dómara málsins. „Við förum fram á frestun málsins á meðan þessi möguleiki er kannaður. Virki hann sem skyldi er engin ástæða til að halda rekstri málsins áfram.“ Málin voru talin skólabókardæmi um mál sem myndi enda fyrir hæstarétti landsins þar sem látið yrði reyna á hvort framkvæmdin stæðist stjórnarskrá landsins. Virki ísraelska tæknin sem skyldi er útlit fyrir að ekkert verði af slíkum dómi.
Tengdar fréttir Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45 Lögreglan fái að brjótast inn í síma og spjaldtölvur Með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings. 17. mars 2016 14:00 John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36 Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Enn slær í brýnu milli Apple og bandarískra yfirvalda Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að afstaða Apple í dulkóðunarmálinu skaði stofnanir sem vinni að því að tryggja réttindi borgara. 10. mars 2016 22:45
Lögreglan fái að brjótast inn í síma og spjaldtölvur Með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings. 17. mars 2016 14:00
John Oliver tæklar deilu FBI við Apple um dulkóðun Segir að Rússland og Kína muni líklega ekki sætta sig við að hafa ekki sömu tæki og Bandaríkin. 14. mars 2016 10:36
Snowden segir það kjaftæði að FBI þurfi Apple til að opna iPhone-síma Bandaríska alríkislögreglan á að hafa þá tækniþekkingu og burði sem þarf til að fara framhjá sjálfseyðingu gagna á Apple-snjalltækjum. 9. mars 2016 12:37