Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geir Sveinsson var síðast þjálfari Magdeburg í Þýskalandi og hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið. Fréttablaðið/getty Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur. Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland spili landsleik í handbolta á sunnudaginn hefur eftirmaður Arons Kristjánssonar, sem hætti eftir slæmt gengi strákanna okkar á EM í Póllandi, ekki verið fundinn. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur haldið spilunum þétt að sér eins og áður hefur komið fram og gerir það enn. Hann vildi ekkert segja þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, hvort HSÍ ætti í viðræðum við einn þjálfara eða fleiri, íslenskan eða erlendan. „Þetta skýrist mjög fljótlega,“ sagði Guðmundur sem heldur enn í vonina um að nýr þjálfari muni stýra íslenska landsliðinu í Ósló á sunnudag en Ísland mætir Norðmönnum í tveimur vináttulandsleikjum 3. og 5. apríl. Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði „Ég vona að nýr þjálfari verði á hliðarlínunni í Noregi en get þó ekkert fullyrt um það. Það var alltaf áætlunin að klára þessi mál fyrir leikina í Noregi og það stendur enn til,“ bætti formaðurinn við en leit hans að nýjum þjálfara hefur staðið yfir síðan Aron steig til hliðar þann 22. janúar. Landsliðið mun halda hópinn áfram út vikuna eftir síðari leikinn gegn Noregi og undirbúa mikilvæga landsleiki gegn Portúgal í júní í undankeppni HM 2017 í Frakklandi. Leikirnir fara fram 12. og 16. júní og ræðst þá hvort Ísland verði með í sinni átjándu heimsmeistarakeppni eða missi af sinni fyrstu keppni síðan 2009. Sjá einnig: Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Geir Sveinsson þykir samkvæmt óstaðfestum heimildum Fréttablaðsins helst koma til greina sem nýr landsliðsþjálfari en hann hefur ekki viljað veita viðtal um málið þegar eftir því hefur verið leitað. Kristján Arason er einnig orðaður við starfið, sem og Óskar Bjarni Óskarsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hafnaði hinn sænski Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg í Þýskalandi, starfstilboði HSÍ fyrr í vetur.
Handbolti Tengdar fréttir Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08 Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. 6. mars 2016 20:08
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00