Handbolti

Stjarnan meistari í 1. deild karla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson er þjálfari Stjörnunnar.
Einar Jónsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir
Stjarnan tryggði sér í kvöld meistaratitilinn í 1. deild karla og þar með sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð með sigri á ÍH, 36-29.

Stjarnan er með fjögurra stiga forystu á Fjölni og Selfoss þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Fjölnir og Selfoss mættust í Grafarvoginum í kvöld og höfðu heimamenn betur, 28-25.

Stjarnan hefur unnið átján af 20 leikjum sínum í vetur og mætir aftur í deild þeirra bestu í haust eftir eins árs fjarveru.

Liðin í 2.-5. sæti 1. deildarinnar fara svo í umspil um hvert liðanna fylgir Stjörnunni upp í efstu deild. Fjölnir, Selfoss, Þróttur og HK munu fara í umspilið en það skýrist eftir lokaumferðina á föstudag hvaða lið munu mætast í fyrstu umferð þess.

Hjálmtýr Alfreðsson og Andri Hjartar Grétarsson voru atkvæðamestir í liði Stjörnunnar í kvöld og skoruðu hvor níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×