Nýtt lífeyriskerfi Hannes G. Sigurðsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun