Nýtt lífeyriskerfi Hannes G. Sigurðsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun