Einskiptisáhugi Steinbergur Finnbogason skrifar 10. mars 2016 07:00 Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun