Sameining sem sundrar er andhverfa sjálfrar sín Hjörleifur Stefánsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Nýlega skilaði vinnuhópur á vegum forsætisráðherra af sér tillögu til laga um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Við lestur athugasemda sem fylgja tillögunni virðist sem vinnuhópurinn hafi verið á einu máli um að sameining stofnananna sé æskileg en þó hefur komið í ljós að svo er alls ekki og víst er að meðal þeirra sem vinna að rannsóknum innan minjavörslunnar er mikil andstaða gegn þessum áformum. Fram undir lok 20. aldar fóru allar fornleifarannsóknir hér á landi fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og húsafriðunarmál heyrðu þá undir safnið. Fornleifafræði óx smám saman fiskur um hrygg og þegar einstaklingar og einkafyrirtæki voru orðin fær um að annast fornleifarannsóknir utan vébanda safnsins var þörf á breytingum. Nauðsynlegt varð þá að koma á fót stofnun til að annast leyfisveitingar til rannsókna og hafa með höndum eftirlit með þeim. Það þótti ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að stofnun sem sjálf stundaði rannsóknir annaðist líka leyfisveitingar og eftirlit. Þannig varð til Fornleifavernd ríkisins, sem síðar var sameinuð Húsafriðunarnefnd og til varð Minjastofnun Íslands.Sameining óviturleg Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar er óviturleg og til þess liggja nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi ber að nefna að sameinuð stofnun sem á að bera heitið Þjóðminjastofnun Íslands og hafa Þjóðminjasafnið innanborðs verður stjórnsýslustofnun og þar með breytist eðli safnsins. Það fullnægir ekki lengur því grundvallarskilyrði að stunda rannsóknir til þess að geta kallast höfuðsafn. Í öðru lagi er óeining um sameininguna. Fornleifafræðingar sem vinna á vegum Minjastofnunar og einnig þeir sem eru utan hennar eru upp til hópa andvígir breytingunni vegna þess að los kemst á málaflokkinn sem langan tíma tekur að koma aftur í viðunandi skorður. Það umrót sem stafað hefur af endurteknum lagabreytingum um minjavörsluna hefur ítrekað kallað á vinnu við stefnumörkun sem tekið hefur drjúgan toll af starfsgetu stofnunarinnar og bitnað á þeim viðfangsefnum hennar. Hugmyndin um að flytja málefni húsafriðunar til forsætisráðuneytisins er líka varhugaverð. Innan Minjastofnunar hefur á undanförnum árum safnast fyrir reynsla og formfesta í umfjöllun um friðuð hús sem mikilvægt er að hlúa að og efla. Langan tíma mun taka að byggja upp sambærilega reynslu innan ráðuneytisins. Við þetta má bæta að nútímaviðhorf í varðveislumálum fornleifa og húsa leiða til þess að sjónum er í vaxandi mæli beint að víðara samhengi minja. Æskilegt er að sögulegt umhverfi sé metið frá ýmsum sjónarhornum; byggingarlistar, menningarsögu og fornleifafræði. Nýleg dæmi úr minjarannsóknum í miðbæ Reykjavíkur staðfesta þetta. Hætt er við að sameining af því tagi sem lagafrumvarpið boðar muni hafa sundrungu í för með sér og þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum. Vilji ráðuneytisins til þess að efla minjavörsluna er auðvitað af hinu góða og vafalítið getur ráðuneytið lagt henni margt til í því efni.Mikilvægt að stórefla samvinnu Mikilvægt er samt sem áður að stórefla samvinnu milli stofnananna. Þær gætu stutt hvor við aðra og eflst báðar af því. Sem dæmi má nefna að umsjón og rekstur húsasafns Þjóðminjasafnsins gæti auðveldlega flust til Minjastofnunar og ýmislegt bendir til þess að málaflokkurinn myndi eflast við að þeir fáu sérfræðingar sem við eigum á þessu sviði ynnu allir á sömu stofnun og hefðu faglegan styrk hver af öðrum. Engar lagalegar hindranir eru á því að það verði gert. Ástæða þess að samvinnan er jafn lítil milli Þjóðminjasafns og Minjastofnunar og raun ber vitni liggur ekki í gallaðri löggjöf heldur mannlegum breyskleika sem hamlar minjavörslunni að blómstra í þeim mæli sem efni standa annars til. Forsætisráðuneytið gerði vel í því að greiða götu samvinnu stofnananna án þess að reyna að sameina þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skilaði vinnuhópur á vegum forsætisráðherra af sér tillögu til laga um sameiningu Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands. Við lestur athugasemda sem fylgja tillögunni virðist sem vinnuhópurinn hafi verið á einu máli um að sameining stofnananna sé æskileg en þó hefur komið í ljós að svo er alls ekki og víst er að meðal þeirra sem vinna að rannsóknum innan minjavörslunnar er mikil andstaða gegn þessum áformum. Fram undir lok 20. aldar fóru allar fornleifarannsóknir hér á landi fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og húsafriðunarmál heyrðu þá undir safnið. Fornleifafræði óx smám saman fiskur um hrygg og þegar einstaklingar og einkafyrirtæki voru orðin fær um að annast fornleifarannsóknir utan vébanda safnsins var þörf á breytingum. Nauðsynlegt varð þá að koma á fót stofnun til að annast leyfisveitingar til rannsókna og hafa með höndum eftirlit með þeim. Það þótti ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að stofnun sem sjálf stundaði rannsóknir annaðist líka leyfisveitingar og eftirlit. Þannig varð til Fornleifavernd ríkisins, sem síðar var sameinuð Húsafriðunarnefnd og til varð Minjastofnun Íslands.Sameining óviturleg Sameining Þjóðminjasafns og Minjastofnunar er óviturleg og til þess liggja nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi ber að nefna að sameinuð stofnun sem á að bera heitið Þjóðminjastofnun Íslands og hafa Þjóðminjasafnið innanborðs verður stjórnsýslustofnun og þar með breytist eðli safnsins. Það fullnægir ekki lengur því grundvallarskilyrði að stunda rannsóknir til þess að geta kallast höfuðsafn. Í öðru lagi er óeining um sameininguna. Fornleifafræðingar sem vinna á vegum Minjastofnunar og einnig þeir sem eru utan hennar eru upp til hópa andvígir breytingunni vegna þess að los kemst á málaflokkinn sem langan tíma tekur að koma aftur í viðunandi skorður. Það umrót sem stafað hefur af endurteknum lagabreytingum um minjavörsluna hefur ítrekað kallað á vinnu við stefnumörkun sem tekið hefur drjúgan toll af starfsgetu stofnunarinnar og bitnað á þeim viðfangsefnum hennar. Hugmyndin um að flytja málefni húsafriðunar til forsætisráðuneytisins er líka varhugaverð. Innan Minjastofnunar hefur á undanförnum árum safnast fyrir reynsla og formfesta í umfjöllun um friðuð hús sem mikilvægt er að hlúa að og efla. Langan tíma mun taka að byggja upp sambærilega reynslu innan ráðuneytisins. Við þetta má bæta að nútímaviðhorf í varðveislumálum fornleifa og húsa leiða til þess að sjónum er í vaxandi mæli beint að víðara samhengi minja. Æskilegt er að sögulegt umhverfi sé metið frá ýmsum sjónarhornum; byggingarlistar, menningarsögu og fornleifafræði. Nýleg dæmi úr minjarannsóknum í miðbæ Reykjavíkur staðfesta þetta. Hætt er við að sameining af því tagi sem lagafrumvarpið boðar muni hafa sundrungu í för með sér og þannig vinna gegn yfirlýstum markmiðum. Vilji ráðuneytisins til þess að efla minjavörsluna er auðvitað af hinu góða og vafalítið getur ráðuneytið lagt henni margt til í því efni.Mikilvægt að stórefla samvinnu Mikilvægt er samt sem áður að stórefla samvinnu milli stofnananna. Þær gætu stutt hvor við aðra og eflst báðar af því. Sem dæmi má nefna að umsjón og rekstur húsasafns Þjóðminjasafnsins gæti auðveldlega flust til Minjastofnunar og ýmislegt bendir til þess að málaflokkurinn myndi eflast við að þeir fáu sérfræðingar sem við eigum á þessu sviði ynnu allir á sömu stofnun og hefðu faglegan styrk hver af öðrum. Engar lagalegar hindranir eru á því að það verði gert. Ástæða þess að samvinnan er jafn lítil milli Þjóðminjasafns og Minjastofnunar og raun ber vitni liggur ekki í gallaðri löggjöf heldur mannlegum breyskleika sem hamlar minjavörslunni að blómstra í þeim mæli sem efni standa annars til. Forsætisráðuneytið gerði vel í því að greiða götu samvinnu stofnananna án þess að reyna að sameina þær.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar