Nýtt kerfi almannatrygginga – verulegar kjarabætur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Í grein sem Björgvin Guðmundsson skrifar í Fréttablaðið 8. mars sl. segir í fyrirsögn: „Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar“. Björgvin er mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og hefur skrifað margar greinar um þau mál. Endurskoðunarnefnd almannatrygginga hefur skilað skýrslu til ráðherra og Björgvin fer vel yfir aðalatriði skýrslunnar. Þessi fyrirsögn hans á greininni er hins vegar villandi þar sem það nýja kerfi sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til, hefur í för með sér bætt kjör fyrir stóran hóp lífeyrisþega. Það er hins vegar rétt hjá honum að grunnupphæð sem lagt er upp með í tillögunum er sú sama og gildir eftir 1. janúar sl. eða 246.902 kr á mánuði fyrir þá sem búa einir og hafa heimilisuppbót. Þessi upphæð gildir eftir 9,7% hækkun 1. janúar sl. Þetta gildir um þá sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Það á hins vegar við afar fáa eldri borgara, því flestir þeirra eru að fá einhvern lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það hefur undanfarin ár verið gagnrýnt af mörgum m.a bæði af mér og Björgvin, að ef fólk hefur t.d. 70.000 kr. úr sínum lífeyrissjóði þá sé það jafnsett fjárhagslega og þó það hefði ekkert úr lífeyrissjóði og væri með strípaðar bætur almannatrygginga. Þannig er það í núverandi kerfi almannatrygginga vegna þess að 100% skerðing er á framfærsluuppbótinni vegna allra tekna eða krónu á móti krónu skerðing eins og það er kallað og svo bætast við skerðingar á öðrum tekjuliðum sem eru mjög mismunandi, en hafa einnig áhrif. Ég get hins vegar alveg fallist á það með Björgvin að grunnupphæð bóta almannatrygginga þyrfti að hækka meira til að fólk hafi sæmilega framfærslu af þeim. Verkefni endurskoðunarnefndarinnar var fyrst og fremst kerfisbreytingar, sem eru umtalsverðar og niðurstaðan er miðuð við það. Tillögurnar bæta þó ekki kjör allra og það þarf að sníða ýmsa agnúa af við samningu frumvarps og við þurfum að fylgjast áfram með hvernig því miðar áfram. Sérstaklega á þetta við um atvinnutekjur og hefur Landssamband eldri borgara lagt til í sinni bókun með tillögunum að áfram gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með sveigjanlegri starfslokum og hækkun lífeyrisaldurs er verið að skapa hvata til vinnu ef fólk hefur heilsu og löngun til. Ef sá hvati er ekki fyrir hendi fjárhagslega, þá fellur það markmið um sjálft sig.Hækkun með nýju tillögunum Með nýju tillögunum mundu þeir sem hafa 70.000 kr í tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði fá hækkun upp á krónur 31.958.- ef þeir búa með öðrum og eru ekki með heimilisuppbót, og 28.578. kr. ef þeir búa einir og eru með heimilisuppbót (útreikningar Tryggingarstofnunar). Það fer síðan smálækkandi eftir tekjum og við 470.000 kr. lífeyrissjóðstekjur falla allar greiðslur frá almannatryggingum niður. Jafnframt eru tillögurnar að bæta hag þeirra sem hafa einhverjar fjármagnstekjur þ.e. vaxtatekjur. Á þær tekjur var sett mikil skerðing árið 2009 sem ekki hefur verið leiðrétt. Með nýju tillögunum er það í rauninni gert og gott betur þar sem skerðingin hafði verið 50% af fjármagnstekjum fyrir breytingu 2009 en verður nú 45 prósent. Þá þykir mér sú fullyrðing Björgvins að stjórnvöld muni hugsa sér gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingarnar með hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár vera nokkuð langsótt þar sem það gerist á 24 árum samkvæmt tillögum nefndarinnar. Ef þær tillögur sem nefndin hefur lagt til verða að veruleika kosta þær ríkissjóð árlega 9-10 milljarða króna. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að koma mörgum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem Björgvin Guðmundsson skrifar í Fréttablaðið 8. mars sl. segir í fyrirsögn: „Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar“. Björgvin er mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og hefur skrifað margar greinar um þau mál. Endurskoðunarnefnd almannatrygginga hefur skilað skýrslu til ráðherra og Björgvin fer vel yfir aðalatriði skýrslunnar. Þessi fyrirsögn hans á greininni er hins vegar villandi þar sem það nýja kerfi sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til, hefur í för með sér bætt kjör fyrir stóran hóp lífeyrisþega. Það er hins vegar rétt hjá honum að grunnupphæð sem lagt er upp með í tillögunum er sú sama og gildir eftir 1. janúar sl. eða 246.902 kr á mánuði fyrir þá sem búa einir og hafa heimilisuppbót. Þessi upphæð gildir eftir 9,7% hækkun 1. janúar sl. Þetta gildir um þá sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Það á hins vegar við afar fáa eldri borgara, því flestir þeirra eru að fá einhvern lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það hefur undanfarin ár verið gagnrýnt af mörgum m.a bæði af mér og Björgvin, að ef fólk hefur t.d. 70.000 kr. úr sínum lífeyrissjóði þá sé það jafnsett fjárhagslega og þó það hefði ekkert úr lífeyrissjóði og væri með strípaðar bætur almannatrygginga. Þannig er það í núverandi kerfi almannatrygginga vegna þess að 100% skerðing er á framfærsluuppbótinni vegna allra tekna eða krónu á móti krónu skerðing eins og það er kallað og svo bætast við skerðingar á öðrum tekjuliðum sem eru mjög mismunandi, en hafa einnig áhrif. Ég get hins vegar alveg fallist á það með Björgvin að grunnupphæð bóta almannatrygginga þyrfti að hækka meira til að fólk hafi sæmilega framfærslu af þeim. Verkefni endurskoðunarnefndarinnar var fyrst og fremst kerfisbreytingar, sem eru umtalsverðar og niðurstaðan er miðuð við það. Tillögurnar bæta þó ekki kjör allra og það þarf að sníða ýmsa agnúa af við samningu frumvarps og við þurfum að fylgjast áfram með hvernig því miðar áfram. Sérstaklega á þetta við um atvinnutekjur og hefur Landssamband eldri borgara lagt til í sinni bókun með tillögunum að áfram gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með sveigjanlegri starfslokum og hækkun lífeyrisaldurs er verið að skapa hvata til vinnu ef fólk hefur heilsu og löngun til. Ef sá hvati er ekki fyrir hendi fjárhagslega, þá fellur það markmið um sjálft sig.Hækkun með nýju tillögunum Með nýju tillögunum mundu þeir sem hafa 70.000 kr í tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði fá hækkun upp á krónur 31.958.- ef þeir búa með öðrum og eru ekki með heimilisuppbót, og 28.578. kr. ef þeir búa einir og eru með heimilisuppbót (útreikningar Tryggingarstofnunar). Það fer síðan smálækkandi eftir tekjum og við 470.000 kr. lífeyrissjóðstekjur falla allar greiðslur frá almannatryggingum niður. Jafnframt eru tillögurnar að bæta hag þeirra sem hafa einhverjar fjármagnstekjur þ.e. vaxtatekjur. Á þær tekjur var sett mikil skerðing árið 2009 sem ekki hefur verið leiðrétt. Með nýju tillögunum er það í rauninni gert og gott betur þar sem skerðingin hafði verið 50% af fjármagnstekjum fyrir breytingu 2009 en verður nú 45 prósent. Þá þykir mér sú fullyrðing Björgvins að stjórnvöld muni hugsa sér gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingarnar með hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár vera nokkuð langsótt þar sem það gerist á 24 árum samkvæmt tillögum nefndarinnar. Ef þær tillögur sem nefndin hefur lagt til verða að veruleika kosta þær ríkissjóð árlega 9-10 milljarða króna. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að koma mörgum til góða.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar