Umræða um áfengi á villigötum Stefán Hrafn Jónsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Enn á ný er drjúgum tíma þingmanna varið í að koma áfengi í matvöruverslanir, að „...smásala [áfengis] verði að ákveðnu marki frjáls“. Rökstuðningur fyrir þessum breytingum snýr annars vegar að því hvert hlutverk ríkisins eigi að vera og hins vegar um frelsi fólks. Vissulega eru það rök, en léttvæg í þessu samhengi. Morfín er lögleg vara en sala þess er ekki frjáls. Sama á við um skotvopn. Þó varan sé lögleg er samfélagsleg sátt um að salan sæti hömlum til að takmarka skaðsemi hennar. Af illri nauðsyn erum við bæði með dýr ríkisrekin gjaldeyrishöft og dýra ríkisrekna áfengisverslun, án þessara takmarkana væri ástand samfélagsins mun verra en nú er. Ástæða gjaldeyrishafta mun að sögn hverfa í bráð en ástæður áfengisverslunar ríkisins ekki. Ríkissala áfengis felur í sér eftirsóknarverðar hömlur á áfengisneyslu að mati sérfræðinga um áfengismál og eru ein öflugasta forvörnin. Samanburður vopnalöggjafar ríkja heims sýnir glöggt þau áhrif sem hömlur geta haft.Áfengisvandi herjar ekki bara á áfengissjúklinga Strax um 1960-70 þekktu erlendir sérfræðingar að áfengisvandi er ekki aðeins vandamál fárra ofdrykkjumanna heldur er vandinn samfélagslegur. Umræðan hér á landi ber þess því miður ekki merki að þessi þekking sé til staðar hjá öllum þeim sem fjalla um áfengismál. Í umræðunni er áfengisvandi talinn aðeins eiga við áfengissjúklinga, það er rangt. Skaðsemi af áfengisneyslu eru bæði félagsleg (ýmist langtíma eða skammtíma) og heilsufarsleg (ýmist langtíma eða bráður, t.d. morð og banaslys). Við getum ekki bara fjallað um einn þessara flokka og talið umræðuna afgreidda. Aukið aðgengi eykur ekkert endilega neyslu þeirra sem drekka hvað mest, dæmið er mun flóknara. Skaðsemi áfengisneyslu í samfélaginu er mest meðal þeirra sem drekka miðlungsmikið, vegna þess að margir eru í þeim hópi. Áhættan á skaðsemi hjá hverjum og einum miðlungsdrykkjumanni er minni en hjá ofdrykkjumanni. En áhættan vegin upp með fjöldanum gerir umfang vandans mestan í hópi miðlungsdrykkjumanna. Aukið aðgengi eykur neyslu miðlungsdrykkjufólks, fleiri óvirkir falla mögulega og aukin neysla mun þannig auka álag á löggæslu, heilbrigðiskerfið, félagsmálayfirvöld, skólakerfið og fleiri fjársveltar stofnanir samfélagsins. Rannsóknir sýna að aðeins lítill hluti þeirra sem kaupa snakk í verslunum (10%) höfðu ætlað sér það þegar þeir fóru inn í verslunina. Svipað mun að öllum líkindum eiga sér stað með áfengi fyrir hluta fólks. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum mun það auka neyslu og þar með áfengistengd vandamál. Þetta gerist óháð því hvort okkur finnst að ríkið eigi að selja áfengi eða ekki. Aðgengi snýst ekki aðeins um hversu margir útsölustaðirnir eru heldur einnig um það hversu oft áfengi er í hillunum þegar farið er í innkaupaferð.Frumvarpið er ekki gott Frumvarpið sem þingmenn fjalla nú um er afar umdeilt vegna þess að það mun valda miklum skaða ef það verður samþykkt. Frumvarpið talar aðeins um hættuna af áfengisneyslu á tveimur stöðum. Annað vegar þegar rætt er um hlutverk ÁTVR um að draga úr skaða áfengis og hins vegar um hættu sem fólki stafar af neyslu heimabruggs; „fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi veikst alvarlega eftir að hafa drukkið það [heimabrugg]“. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að milljónir manna hafa veikst alvarlega og síðar látist eftir að hafa drukkið löglegt áfengi. Skorpulifur og krabbamein herja ekki aðeins á alka sem drekka heimabrugg, áfengisneysla eykur líkur á fjölmörgum sjúkdómum hjá þorra þeirra sem drekka áfengi, aðrir þættir hafa líka áhrif.Ákvarðanir ríkisvaldsins hafa áhrif Ég er sammála frumvarpsmönnum að ákvarðanir ríkisvaldsins geta haft áhrif á tíðni sjúkdóma í kjölfar áfengisneyslu. En ég get ekki skilið af hverju þingmenn einblína á skaðleg áhrif heimabruggs en vilja auka sölu löglegs áfengis. Sala og neysla á áfengi er heilbrigðismál, en í þessu frumvarpi koma orðin sjúkdómur, slys, dauðsfall og andlát hvergi fyrir. Hvergi er sem dæmi minnst á áhættuna á auknum fjölda banaslysa í umferðinni. En opinberlega skal ræða í drep kostnað við rekstur vínbúða ÁTVR. Vissulega er fjallað um skaðaminnkun einu sinni og lýðheilsu nokkrum sinnum í frumvarpinu, m.a. að auka fé til forvarna. Ríkisala áfengis er ein öflugasta forvörnin, vissulega kostar sú forvörn en mun minna en augljósar afleiðingar aukinnar neyslu. Áfengisvandi er alvarlegri en svo að við getum óskað okkur hann í burtu með orðunum ‚mér finnst‘. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn á ný er drjúgum tíma þingmanna varið í að koma áfengi í matvöruverslanir, að „...smásala [áfengis] verði að ákveðnu marki frjáls“. Rökstuðningur fyrir þessum breytingum snýr annars vegar að því hvert hlutverk ríkisins eigi að vera og hins vegar um frelsi fólks. Vissulega eru það rök, en léttvæg í þessu samhengi. Morfín er lögleg vara en sala þess er ekki frjáls. Sama á við um skotvopn. Þó varan sé lögleg er samfélagsleg sátt um að salan sæti hömlum til að takmarka skaðsemi hennar. Af illri nauðsyn erum við bæði með dýr ríkisrekin gjaldeyrishöft og dýra ríkisrekna áfengisverslun, án þessara takmarkana væri ástand samfélagsins mun verra en nú er. Ástæða gjaldeyrishafta mun að sögn hverfa í bráð en ástæður áfengisverslunar ríkisins ekki. Ríkissala áfengis felur í sér eftirsóknarverðar hömlur á áfengisneyslu að mati sérfræðinga um áfengismál og eru ein öflugasta forvörnin. Samanburður vopnalöggjafar ríkja heims sýnir glöggt þau áhrif sem hömlur geta haft.Áfengisvandi herjar ekki bara á áfengissjúklinga Strax um 1960-70 þekktu erlendir sérfræðingar að áfengisvandi er ekki aðeins vandamál fárra ofdrykkjumanna heldur er vandinn samfélagslegur. Umræðan hér á landi ber þess því miður ekki merki að þessi þekking sé til staðar hjá öllum þeim sem fjalla um áfengismál. Í umræðunni er áfengisvandi talinn aðeins eiga við áfengissjúklinga, það er rangt. Skaðsemi af áfengisneyslu eru bæði félagsleg (ýmist langtíma eða skammtíma) og heilsufarsleg (ýmist langtíma eða bráður, t.d. morð og banaslys). Við getum ekki bara fjallað um einn þessara flokka og talið umræðuna afgreidda. Aukið aðgengi eykur ekkert endilega neyslu þeirra sem drekka hvað mest, dæmið er mun flóknara. Skaðsemi áfengisneyslu í samfélaginu er mest meðal þeirra sem drekka miðlungsmikið, vegna þess að margir eru í þeim hópi. Áhættan á skaðsemi hjá hverjum og einum miðlungsdrykkjumanni er minni en hjá ofdrykkjumanni. En áhættan vegin upp með fjöldanum gerir umfang vandans mestan í hópi miðlungsdrykkjumanna. Aukið aðgengi eykur neyslu miðlungsdrykkjufólks, fleiri óvirkir falla mögulega og aukin neysla mun þannig auka álag á löggæslu, heilbrigðiskerfið, félagsmálayfirvöld, skólakerfið og fleiri fjársveltar stofnanir samfélagsins. Rannsóknir sýna að aðeins lítill hluti þeirra sem kaupa snakk í verslunum (10%) höfðu ætlað sér það þegar þeir fóru inn í verslunina. Svipað mun að öllum líkindum eiga sér stað með áfengi fyrir hluta fólks. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum mun það auka neyslu og þar með áfengistengd vandamál. Þetta gerist óháð því hvort okkur finnst að ríkið eigi að selja áfengi eða ekki. Aðgengi snýst ekki aðeins um hversu margir útsölustaðirnir eru heldur einnig um það hversu oft áfengi er í hillunum þegar farið er í innkaupaferð.Frumvarpið er ekki gott Frumvarpið sem þingmenn fjalla nú um er afar umdeilt vegna þess að það mun valda miklum skaða ef það verður samþykkt. Frumvarpið talar aðeins um hættuna af áfengisneyslu á tveimur stöðum. Annað vegar þegar rætt er um hlutverk ÁTVR um að draga úr skaða áfengis og hins vegar um hættu sem fólki stafar af neyslu heimabruggs; „fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi veikst alvarlega eftir að hafa drukkið það [heimabrugg]“. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að milljónir manna hafa veikst alvarlega og síðar látist eftir að hafa drukkið löglegt áfengi. Skorpulifur og krabbamein herja ekki aðeins á alka sem drekka heimabrugg, áfengisneysla eykur líkur á fjölmörgum sjúkdómum hjá þorra þeirra sem drekka áfengi, aðrir þættir hafa líka áhrif.Ákvarðanir ríkisvaldsins hafa áhrif Ég er sammála frumvarpsmönnum að ákvarðanir ríkisvaldsins geta haft áhrif á tíðni sjúkdóma í kjölfar áfengisneyslu. En ég get ekki skilið af hverju þingmenn einblína á skaðleg áhrif heimabruggs en vilja auka sölu löglegs áfengis. Sala og neysla á áfengi er heilbrigðismál, en í þessu frumvarpi koma orðin sjúkdómur, slys, dauðsfall og andlát hvergi fyrir. Hvergi er sem dæmi minnst á áhættuna á auknum fjölda banaslysa í umferðinni. En opinberlega skal ræða í drep kostnað við rekstur vínbúða ÁTVR. Vissulega er fjallað um skaðaminnkun einu sinni og lýðheilsu nokkrum sinnum í frumvarpinu, m.a. að auka fé til forvarna. Ríkisala áfengis er ein öflugasta forvörnin, vissulega kostar sú forvörn en mun minna en augljósar afleiðingar aukinnar neyslu. Áfengisvandi er alvarlegri en svo að við getum óskað okkur hann í burtu með orðunum ‚mér finnst‘.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar