Vilja gera mynd um baráttu fyrir betra lífi 14. mars 2016 07:00 Áslaug Ýr Hjartardóttir vill gera heimildarmynd með systur sinni Snædísi Rán, kvikmyndagerðarkonunni Söndru Helgadóttur og Guðnýju Einarsdóttur. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is
Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira