Vilja gera mynd um baráttu fyrir betra lífi 14. mars 2016 07:00 Áslaug Ýr Hjartardóttir vill gera heimildarmynd með systur sinni Snædísi Rán, kvikmyndagerðarkonunni Söndru Helgadóttur og Guðnýju Einarsdóttur. Fréttablaðið/Anton brink Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira
Samfélag Systurnar Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur hafa barist ötullega fyrir bættum lífsgæðum sínum og annarra með sömu fötlun, en þær eru báðar með sjaldgæfan taugarhrörnunarsjúkdóm. Snædís Rán stefndi íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf og systurnar hafa báðar ítrekað vakið athygli á skertum lífsgæðum fólks í sömu stöðu. Nú ætla þær að leggja fyrir sig kvikmyndagerð og stefna á að gera heimildarmynd um aðstæður sínar og annarra í sömu stöðu. Áslaug Ýr segist ekki hafa áttað sig á því hversu slæm lífsgæði hennar voru fyrr en hún varð sjálfráða. Hennar lífsgæði séu þó góð í samanburði við aðra með sömu fötlun sem búa ekki í Reykjavík. „Þó lífsgæði mín séu frekar slæm, þá er annað fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hér á landi sem býr við miklu verri lífsgæði en ég. Þetta fólk fær ekki nauðsynlega aðstoð eins og það þarf, fær ekki nauðsynlega túlkaþjónustu af því það býr ekki í Reykjavík.“ Áslaug Ýr segir að fengi hún tækifæri til að bæta lífsgæði sín og annarra í sambærilegri stöðu myndi hún fyrst og fremst lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Ég myndi vilja lögfesta NPA-þjónustuna, breyta fyrirkomulagi túlkaþjónustunnar, samræma reglur sveitarfélaga um félagsþjónustu svo fólk þurfi ekki sífellt að vera að flytja á milli staða til að fá þá þjónustu sem það þarf. En fyrst og fremst er að lögleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, því þá verða réttindi okkar tryggð og ég hef trú á því að það eigi eftir að stórbæta lífsgæði margra.“ Að heimildarmyndinni koma einnig Guðný Katrín Einarsdóttir sem starfar sem ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, og Sandra Helgadóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur yfirumsjón með myndinni og framleiðir og leikstýrir myndinni. Guðný, Sandra, Áslaug og Snædís safna fyrir gerð hennar á Karolina Fund undir heitinu; Manneskja eins og þú. kristjanabjorg@frettabladid.is
Tengdar fréttir Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Fleiri fréttir „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Sjá meira