BMW i5 í þróun Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 12:18 Hugsanlegt útlit BMW i5. worldcarfans BMW hefur nú þegar sett á markað rafmagnsbílinn i3 og tengiltvinnbílinn i8, en nú er sá þriðji með i-stafinn fremst í nafninu á leiðinni, þ.e. i5. Hér hefur áður verið sagt frá áformum BMW um smíði þessa bíls en nú hefur margt skýrst í þeim áformum. Hann verður bæði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll en einnig sem tengiltvinnbíll. BMW segir að ástæða þess að hann verði einnig í boði sem tengiltvinnbíll sé sú að almenningur sé ennþá hræddur við takmarkaða drægni rafmagnsbíla og skort á hleðslustöðvum fyrir þá. En þegar drægni þeirra verður orðin yfir 500 kílómetrar muni þessi hræðsla hverfa. Yfirbygging BMW i5 verður að stórum hluta úr koltrefjum og þessi bíll verður líklega í formi jepplings, en myndin hér að ofan er í raun frekar ágiskun um útlit fremur en endanleg útgáfa hans og er fólksbílalag einnig talið inní myndinni. Bíllinn verður öllu stærri en BMW i3 og því heppilegur fjölskyldum og er hugsaður sem eini bíll heimilisins, en margir rafmagnsbílar í dag eru annar bíll hvers heimilis. BMW hefur ekki látið uppi hve mikil drægni bílsins verður en segist ekki ætla að taka þátt í kapphlaupinu um langdrægustu rafmagnsbílana. Talið er að BMW i5 komi ekki á markað fyrr en við enda þessa áratugar.Séður aftan frá. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
BMW hefur nú þegar sett á markað rafmagnsbílinn i3 og tengiltvinnbílinn i8, en nú er sá þriðji með i-stafinn fremst í nafninu á leiðinni, þ.e. i5. Hér hefur áður verið sagt frá áformum BMW um smíði þessa bíls en nú hefur margt skýrst í þeim áformum. Hann verður bæði í boði sem hreinræktaður rafmagnsbíll en einnig sem tengiltvinnbíll. BMW segir að ástæða þess að hann verði einnig í boði sem tengiltvinnbíll sé sú að almenningur sé ennþá hræddur við takmarkaða drægni rafmagnsbíla og skort á hleðslustöðvum fyrir þá. En þegar drægni þeirra verður orðin yfir 500 kílómetrar muni þessi hræðsla hverfa. Yfirbygging BMW i5 verður að stórum hluta úr koltrefjum og þessi bíll verður líklega í formi jepplings, en myndin hér að ofan er í raun frekar ágiskun um útlit fremur en endanleg útgáfa hans og er fólksbílalag einnig talið inní myndinni. Bíllinn verður öllu stærri en BMW i3 og því heppilegur fjölskyldum og er hugsaður sem eini bíll heimilisins, en margir rafmagnsbílar í dag eru annar bíll hvers heimilis. BMW hefur ekki látið uppi hve mikil drægni bílsins verður en segist ekki ætla að taka þátt í kapphlaupinu um langdrægustu rafmagnsbílana. Talið er að BMW i5 komi ekki á markað fyrr en við enda þessa áratugar.Séður aftan frá.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent