Hinsta óskin um að fá að deyja sem Íslendingur fékkst ekki uppfyllt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2016 14:30 „Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að“ vísir/vilhelm „Hann greindist árið 2014 með illkynja krabbamein og hans hinsta ósk var að fá að deyja sem Íslendingur. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni eftir margra ára neitun um ríkisfang.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, á Iðnþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þar sem hún talaði fyrir mikilvægi þess að fjölga erlendu vinnuafli hér á landi.Þvílíkur fengur Guðrún sagði að fyrir rúmum tíu árum hafi maður að nafni Grantas Grigorianas komið til starfa hjá Kjörís. Hann var Armeni sem ólst upp í Baku í Azerbaijan en vegna trúar hans yfirgaf hann landið og settist að í Litháen þar sem hann kynntist konu sinni. Þau komu til Íslands árið 2001 og settust að í Hveragerði. „Þau aðlöguðust vel og bjuggu sér til fallegt heimili. Grantas starfaði fyrst við garðyrkju en kom síðan til okkar í ísinn og þvílíkur fengur sem hann var. Með eindæmum duglegur og samviskusamur,“ sagði hún. Fljótlega hafi tekist mikill vinskapur þeirra á milli. „Það þarf krafta til að rífa sig upp í fjarlægri heimsálfu og flytja ítrekað á milli landa í von um betra líf. Hver einasta manneskja er hingað kemur hefur sögu að segja. Kemur með reynslu og þekkingu í farteskinu sem auðgar líf okkar hinna með svo margvíslegum hætti.“ Grantas hafi svo sannarlega auðgað líf hennar.„Hefur auðgað líf mitt“ „Grantas kenndi mér til dæmis að drekka vodka. Það hefur auðgað líf mitt. Grantas sagði gjarnan: Gudrun, ekki drekka bjór, bara pissa, pissa. Drekka vodka, ekki pissa.“,“ sagði Guðrún. Hún sagði Grantas og konu hans hafa fundist þau himinn höndum hafa tekið er þau komu til Íslands og að þau hafi daglega talað um hve gott væri hér að búa. Hann hafi svo greinst með illkynja krabbamein og óskað þess að fá að deyja sem Íslendingur, ósk sem hafi ekki fengist uppfyllt. „Grantas skilaði sínu fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, fyrir fyrirtækið og fyrir íslenskt samfélagið. Það skiptir ekki máli hvaðan hann kom. Hann hefði getað heitið Gunnar eða Geir.“Mikil þörf á erlendu vinnuafli Guðrún sagði mikla þörf á erlendu vinnuafli, jafnt ófaglærðu sem sérmenntuðu. Ef vöxturinn í atvinnulífinu verði áfram eins og spáð er þurfi um 2000 einstaklinga til landsins á hverju ári næstu fimmtán ári. Það séu staðreyndir sem eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við höfum á undanförnum árum misst þúsundir Íslendinga til annarra landa, fólk sem leitar að betri lífsgæðum, fólk sem vill auðga líf sitt og kynnast heiminum betur. Okkur finnst sjálfsagt að við getum ferðast út um allan heim en setjum okkur síðan í stellingar gagnvart fólki sem hingað vill koma. Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að, stunda hér vinnu og byggja sér hér heimili. Það er engin ógn í því heldur nauðsynlegur fjölbreytileiki fyrir fámenna og einsleita þjóð.“ Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Hann greindist árið 2014 með illkynja krabbamein og hans hinsta ósk var að fá að deyja sem Íslendingur. Honum varð ekki að þeirri ósk sinni eftir margra ára neitun um ríkisfang.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, á Iðnþingi á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þar sem hún talaði fyrir mikilvægi þess að fjölga erlendu vinnuafli hér á landi.Þvílíkur fengur Guðrún sagði að fyrir rúmum tíu árum hafi maður að nafni Grantas Grigorianas komið til starfa hjá Kjörís. Hann var Armeni sem ólst upp í Baku í Azerbaijan en vegna trúar hans yfirgaf hann landið og settist að í Litháen þar sem hann kynntist konu sinni. Þau komu til Íslands árið 2001 og settust að í Hveragerði. „Þau aðlöguðust vel og bjuggu sér til fallegt heimili. Grantas starfaði fyrst við garðyrkju en kom síðan til okkar í ísinn og þvílíkur fengur sem hann var. Með eindæmum duglegur og samviskusamur,“ sagði hún. Fljótlega hafi tekist mikill vinskapur þeirra á milli. „Það þarf krafta til að rífa sig upp í fjarlægri heimsálfu og flytja ítrekað á milli landa í von um betra líf. Hver einasta manneskja er hingað kemur hefur sögu að segja. Kemur með reynslu og þekkingu í farteskinu sem auðgar líf okkar hinna með svo margvíslegum hætti.“ Grantas hafi svo sannarlega auðgað líf hennar.„Hefur auðgað líf mitt“ „Grantas kenndi mér til dæmis að drekka vodka. Það hefur auðgað líf mitt. Grantas sagði gjarnan: Gudrun, ekki drekka bjór, bara pissa, pissa. Drekka vodka, ekki pissa.“,“ sagði Guðrún. Hún sagði Grantas og konu hans hafa fundist þau himinn höndum hafa tekið er þau komu til Íslands og að þau hafi daglega talað um hve gott væri hér að búa. Hann hafi svo greinst með illkynja krabbamein og óskað þess að fá að deyja sem Íslendingur, ósk sem hafi ekki fengist uppfyllt. „Grantas skilaði sínu fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, fyrir fyrirtækið og fyrir íslenskt samfélagið. Það skiptir ekki máli hvaðan hann kom. Hann hefði getað heitið Gunnar eða Geir.“Mikil þörf á erlendu vinnuafli Guðrún sagði mikla þörf á erlendu vinnuafli, jafnt ófaglærðu sem sérmenntuðu. Ef vöxturinn í atvinnulífinu verði áfram eins og spáð er þurfi um 2000 einstaklinga til landsins á hverju ári næstu fimmtán ári. Það séu staðreyndir sem eigi ekki að koma neinum á óvart. „Við höfum á undanförnum árum misst þúsundir Íslendinga til annarra landa, fólk sem leitar að betri lífsgæðum, fólk sem vill auðga líf sitt og kynnast heiminum betur. Okkur finnst sjálfsagt að við getum ferðast út um allan heim en setjum okkur síðan í stellingar gagnvart fólki sem hingað vill koma. Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að, stunda hér vinnu og byggja sér hér heimili. Það er engin ógn í því heldur nauðsynlegur fjölbreytileiki fyrir fámenna og einsleita þjóð.“
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira