Top Gear sækir um leyfi til að drifta Mustang yfir London Tower Bridge Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 14:16 London Tower Bridge. Núna standa yfir tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og framleiðendum þar er greinilega fátt heilagt, sem fyrr. Þeir hafa sótt um leyfi til borgaryfirvalda í London að fá að drifta Ford Mustang bíl yfir London Tower Bridge á laugardaginn næstkomandi. Svo virðist sem leyfi til þess hafi fengist. Ástæða þess að þetta lak út er að íbúar í nágrenni brúarinnar frægu hafa fengið bréf þar sem látið er vita af þeim hávaða sem þessu mun fylgja en til þess að bíllinn nái tilætluðum hraða þarf að leggja af stað á Mustang bílnum nálægt heimili fólks. Einhver íbúi þar sendi Jalopnik bílavefnum bréfið og má sjá það hér að neðan. Nú er svo bara að bíða eftir að sýningar á þáttunum hefjist aftur, en talsvert er síðan að síðustu Top Gear þættir voru sýndir á BBC með þríeykinu sem nú framleiða bílaþætti fyrir Amazon. Það er kominn tími á nýja þætti.Bréfið sem íbúum í nágrenninu hefur verið sent og varar við hávaða á laugardaginn. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent
Núna standa yfir tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og framleiðendum þar er greinilega fátt heilagt, sem fyrr. Þeir hafa sótt um leyfi til borgaryfirvalda í London að fá að drifta Ford Mustang bíl yfir London Tower Bridge á laugardaginn næstkomandi. Svo virðist sem leyfi til þess hafi fengist. Ástæða þess að þetta lak út er að íbúar í nágrenni brúarinnar frægu hafa fengið bréf þar sem látið er vita af þeim hávaða sem þessu mun fylgja en til þess að bíllinn nái tilætluðum hraða þarf að leggja af stað á Mustang bílnum nálægt heimili fólks. Einhver íbúi þar sendi Jalopnik bílavefnum bréfið og má sjá það hér að neðan. Nú er svo bara að bíða eftir að sýningar á þáttunum hefjist aftur, en talsvert er síðan að síðustu Top Gear þættir voru sýndir á BBC með þríeykinu sem nú framleiða bílaþætti fyrir Amazon. Það er kominn tími á nýja þætti.Bréfið sem íbúum í nágrenninu hefur verið sent og varar við hávaða á laugardaginn.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent