Farvel VÍS Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun