Um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi Björn Teitsson skrifar 10. mars 2016 19:50 Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Tengdar fréttir „Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana.
„Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar