Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2016 12:20 Frá leikskóla í Árborg. Vísir/Anton Brink Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum. Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“ Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt. „Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“ Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“ Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka. „Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum. Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“ Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt. „Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“ Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“ Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka. „Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira