Kosningabandalag spennandi kostur Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 19:30 Stjórnarskrárnefnd birti á dögunum drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, sem nú eru í umsagnarferli. Óljóst er hvort þessar tillögur komist yfir höfuð til umræðu á Alþingi, því Píratar höfnuðu því í vikunni að styðja þinglega meðferð, og á flokkstjórnarfundi Samfylkingar í gær reyndist enginn stuðningur við tillögurnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á sæti í stjórnarskrárnefnd. „Eins og staðan er núna þá var ætlunin sú að þingið fengi tilbúnar tillögur - þær eru ekki tilbúnar - og ef þingið myndi afgreiða þær þá gæti þjóðin fengið tækifæri til þess að hafna þeim eða samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þessir flokkar vilja ekki hleypa málinu til þings eða þjóðar, áður en tillögurnar eru tilbúnar, þá finnst mér það kannski ekki endilega rétt leið. Ég held það sé betra að nefndin fái að minnsta kosti að ljúka störfum.“Bandalagið yrði ekki bara um stjórnarskrána Ný stjórnarskrá hefur verið sérstakt baráttumál stjórnarandstöðuflokkanna og meðal annars verið rætt um að koma á bandalag flokkanna fyrir næstu þingkosningar, en er líklegt að af því verði nú? „Ég hef talað fyrir því að við skoðum möguleikann á einhvers konar kosningabandalagi. Vissulega þar sem stjórnarskrármálið yrði eitt af stóru málunum en líka önnur mál eins og til dæmis hvernig við ætlum að leysa úr stöðunni í heilbrigðisþjónustunni. Ég held að það væri mjög spennandi kostur að stjórnmálahreyfingarnar væru mjög skýrar í því hverjum þær vilji vinna með og um hvaða málefni.“ Einblínt um of á einstaklinga umfram málefni Ljóst er að Katrín hefur sjálf gríðarlegt persónufylgi en gerir lítið úr því þegar spurt er hvort ekki liggi beint við að hún leiði kosningabandalagið. „Svoleiðis bandalag þarf að byggjast upp á málefnum og mér finnst við oft allt of upptekin af því að tala um einstaklinga en ekki málefni þegar við erum að ræða þessi mál, en það hlýtur alltaf að byggja á málefnum fyrst og fremst.“ Og þótt hún njóti enn yfirburðastuðnings til embættis forseta samkvæmt könnunum hyggst hún ekki endurskoða hug sinn. „Nei. En ég er viss um að Íslendingar eigi eftir að velja sér góðan forseta.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd birti á dögunum drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, sem nú eru í umsagnarferli. Óljóst er hvort þessar tillögur komist yfir höfuð til umræðu á Alþingi, því Píratar höfnuðu því í vikunni að styðja þinglega meðferð, og á flokkstjórnarfundi Samfylkingar í gær reyndist enginn stuðningur við tillögurnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á sæti í stjórnarskrárnefnd. „Eins og staðan er núna þá var ætlunin sú að þingið fengi tilbúnar tillögur - þær eru ekki tilbúnar - og ef þingið myndi afgreiða þær þá gæti þjóðin fengið tækifæri til þess að hafna þeim eða samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þessir flokkar vilja ekki hleypa málinu til þings eða þjóðar, áður en tillögurnar eru tilbúnar, þá finnst mér það kannski ekki endilega rétt leið. Ég held það sé betra að nefndin fái að minnsta kosti að ljúka störfum.“Bandalagið yrði ekki bara um stjórnarskrána Ný stjórnarskrá hefur verið sérstakt baráttumál stjórnarandstöðuflokkanna og meðal annars verið rætt um að koma á bandalag flokkanna fyrir næstu þingkosningar, en er líklegt að af því verði nú? „Ég hef talað fyrir því að við skoðum möguleikann á einhvers konar kosningabandalagi. Vissulega þar sem stjórnarskrármálið yrði eitt af stóru málunum en líka önnur mál eins og til dæmis hvernig við ætlum að leysa úr stöðunni í heilbrigðisþjónustunni. Ég held að það væri mjög spennandi kostur að stjórnmálahreyfingarnar væru mjög skýrar í því hverjum þær vilji vinna með og um hvaða málefni.“ Einblínt um of á einstaklinga umfram málefni Ljóst er að Katrín hefur sjálf gríðarlegt persónufylgi en gerir lítið úr því þegar spurt er hvort ekki liggi beint við að hún leiði kosningabandalagið. „Svoleiðis bandalag þarf að byggjast upp á málefnum og mér finnst við oft allt of upptekin af því að tala um einstaklinga en ekki málefni þegar við erum að ræða þessi mál, en það hlýtur alltaf að byggja á málefnum fyrst og fremst.“ Og þótt hún njóti enn yfirburðastuðnings til embættis forseta samkvæmt könnunum hyggst hún ekki endurskoða hug sinn. „Nei. En ég er viss um að Íslendingar eigi eftir að velja sér góðan forseta.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira