Bændur standa vaktina Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson skrifar 14. mars 2016 06:00 Á Íslandi hefur þróast merkilega fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar styðja hver við aðra með viðskiptum sín á milli sem öll skipta miklu máli. Þar á meðal er íslenskur landbúnaður og afleidd starfsemi. Bein verðmætasköpun íslensks landbúnaðar er árlega 54 milljarðar króna. Þá er einnig hagrænn ávinningur í formi gjaldeyrissparnaðar þar sem ekki þarf að flytja inn matvæli í eins miklum mæli, sem leiðir líka til umhverfislegs ávinnings því að útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga er minni en ella. Alls hafa um fjögur þúsund manns beina atvinnu af landbúnaði á Íslandi og aðrir fimm þúsund hafa atvinnu hjá stórum og smáum fyrirtækjum um allt land sem tengjast framleiðslu landbúnaðarins. Bændur hafa reynst íslensku samfélagi vel og hefur verð á íslenskum matvælum haldist stöðugra og hækkað minna en þau innfluttu á undanförnum árum. Þá lögðu íslenskir bændur sitt af mörkum við að halda aftur af hækkun matvöruverðs eftir efnahagshrunið þegar allar innfluttar vörur ruku upp í verði. Íslenskir bændur eru stoltir af framlagi sínu til íslensks atvinnulífs og samfélags. Alþýðusamband Íslands virðist þó helst vilja losna við það framlag því sambandið hefur skorað á Alþingi að fella nýgerða búvörusamninga og kallað eftir því að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði stóraukinn. Þessi afstaða sambandsins er óskiljanleg. Í fyrsta lagi eru þúsundir félagsmanna Alþýðusambandsins í störfum sem eru beintengd íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi þá liggur fyrir að styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað lægra verði á innfluttum mat- og drykkjarvörum, sem hefði fært félagsmönnum Alþýðusambandsins umtalsverða kaupmáttarstyrkingu. Þeirra eigið verðlagseftirlit hefur sýnt fram á hvernig verslunin skilar ekki ábata til neytenda hvort sem það er vegna lækkunar á opinberum álögum eða styrkingar gengis. Það er ótrúlegt að Alþýðusambandið skuli velja að beina spjótum sínum að íslenskum landbúnaði. Nýr búvörusamningur felur í sér að verði á innlendri matvælaframleiðslu er haldið niðri. Hvernig halda menn að þróunin yrði ef hætt yrði að greiða niður verð á innlendri matvöru og neytendur þyrftu eingöngu að treysta á sanngjarna álagningu verslunarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur þróast merkilega fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar styðja hver við aðra með viðskiptum sín á milli sem öll skipta miklu máli. Þar á meðal er íslenskur landbúnaður og afleidd starfsemi. Bein verðmætasköpun íslensks landbúnaðar er árlega 54 milljarðar króna. Þá er einnig hagrænn ávinningur í formi gjaldeyrissparnaðar þar sem ekki þarf að flytja inn matvæli í eins miklum mæli, sem leiðir líka til umhverfislegs ávinnings því að útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga er minni en ella. Alls hafa um fjögur þúsund manns beina atvinnu af landbúnaði á Íslandi og aðrir fimm þúsund hafa atvinnu hjá stórum og smáum fyrirtækjum um allt land sem tengjast framleiðslu landbúnaðarins. Bændur hafa reynst íslensku samfélagi vel og hefur verð á íslenskum matvælum haldist stöðugra og hækkað minna en þau innfluttu á undanförnum árum. Þá lögðu íslenskir bændur sitt af mörkum við að halda aftur af hækkun matvöruverðs eftir efnahagshrunið þegar allar innfluttar vörur ruku upp í verði. Íslenskir bændur eru stoltir af framlagi sínu til íslensks atvinnulífs og samfélags. Alþýðusamband Íslands virðist þó helst vilja losna við það framlag því sambandið hefur skorað á Alþingi að fella nýgerða búvörusamninga og kallað eftir því að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði stóraukinn. Þessi afstaða sambandsins er óskiljanleg. Í fyrsta lagi eru þúsundir félagsmanna Alþýðusambandsins í störfum sem eru beintengd íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi þá liggur fyrir að styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað lægra verði á innfluttum mat- og drykkjarvörum, sem hefði fært félagsmönnum Alþýðusambandsins umtalsverða kaupmáttarstyrkingu. Þeirra eigið verðlagseftirlit hefur sýnt fram á hvernig verslunin skilar ekki ábata til neytenda hvort sem það er vegna lækkunar á opinberum álögum eða styrkingar gengis. Það er ótrúlegt að Alþýðusambandið skuli velja að beina spjótum sínum að íslenskum landbúnaði. Nýr búvörusamningur felur í sér að verði á innlendri matvælaframleiðslu er haldið niðri. Hvernig halda menn að þróunin yrði ef hætt yrði að greiða niður verð á innlendri matvöru og neytendur þyrftu eingöngu að treysta á sanngjarna álagningu verslunarinnar?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar