Stjórnvöld hunsa beiðni Mývetninga um aðstoð Svavar Hávarðsson skrifar 16. mars 2016 07:00 Mývatn er á rauðum lista umhverfisstofnunar sem krefst úrbóta á fráveitukerfi í Mývatnssveit. vísir/vilhelm Mývetningar hafa ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs. Tilefnið eru bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis og áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að um langt árabil hafi Mývatn og hugsanleg mengun af mannavöldum verið til umræðu. Hann segir að sú hlið sem snýr að sveitarfélaginu lúti aðallega að fráveitumálum. Það hafi verið kvöð á sveitarfélaginu frá því að reglum var breytt um fráveitu og gerð var krafa um ítarhreinsun skólps. Árið 2014 fékk sveitarfélagið skýringar frá Umhverfisstofnun um hvað nákvæmlega væri verið að biðja um og sagt að þetta ætti við um þéttbýli sem teldi nokkra tugi manna.Jón Óskar Pétursson„Þetta þýðir að ítarhreinsun skal komið á í Reykjarhlíðarþorpi og næsta nágrenni. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem við ráðfærðum okkur við, var sú að kostnaður sveitarfélagsins við að setja upp svona kerfi fyrir þetta 150 manna þorp var á bilinu 250 til 325 milljónir króna. Þá ber til þess að líta að í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er um 400 milljónir. Sveitarfélagið hefur því einfaldlega ekki bolmagn til að gera þetta eitt og óstutt,“ segir Jón Óskar sem telur að skyldur ríkisins séu augljósar í ljósi þess að í gildi séu sérlög fyrir Mývatn og Laxá þar sem vernd svæðisins er tíunduð nákvæmlega. „Þess vegna höfum við hitt umhverfisráðherra, þingmenn og fjárlaganefnd Alþingis og óskað eftir aðstoð við að hefja þessa vinnu við að bæta frárennslismálin hjá okkur. Það hefur engu skilað enn þá, en allir aðilar hafa þó sýnt málinu skilning og áhuga. Þetta er mál sem hið opinbera verður að koma að, ekki bara vegna sérlaganna, heldur vegna mikilvægis Mývatns fyrir Íslendinga alla – enda viðurkennt að vatnið er einstakt á heimsvísu og mikilvægt í öllum skilningi, og ekki síst í samhengi við ferðaþjónustuna,“ segir Jón Óskar sem slær þó varnagla varðandi umfjöllun um Mývatn. Hann bendir á að nýleg rannsókn, sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, stangist á við þær niðurstöður að ofauðgun blábaktería í Mývatni sé af manna völdum. „Ég get ekki skilið hans niðurstöðu, með nauðsynlegum fyrirvörum, öðruvísi en að áhrif mannsins geti ekki verið meginskýringin í þessu ástandi. Ég er ekki að segja að sú niðurstaða sé réttari en hin, en þetta er sjónarmið sem rétt er að komi fram,“ segir Jón Óskar og vísar þar til skýrslu Gunnars Steins Jónssonar líffræðings frá því í fyrra. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Mývetningar hafa ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs. Tilefnið eru bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis og áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að um langt árabil hafi Mývatn og hugsanleg mengun af mannavöldum verið til umræðu. Hann segir að sú hlið sem snýr að sveitarfélaginu lúti aðallega að fráveitumálum. Það hafi verið kvöð á sveitarfélaginu frá því að reglum var breytt um fráveitu og gerð var krafa um ítarhreinsun skólps. Árið 2014 fékk sveitarfélagið skýringar frá Umhverfisstofnun um hvað nákvæmlega væri verið að biðja um og sagt að þetta ætti við um þéttbýli sem teldi nokkra tugi manna.Jón Óskar Pétursson„Þetta þýðir að ítarhreinsun skal komið á í Reykjarhlíðarþorpi og næsta nágrenni. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem við ráðfærðum okkur við, var sú að kostnaður sveitarfélagsins við að setja upp svona kerfi fyrir þetta 150 manna þorp var á bilinu 250 til 325 milljónir króna. Þá ber til þess að líta að í sveitarfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er um 400 milljónir. Sveitarfélagið hefur því einfaldlega ekki bolmagn til að gera þetta eitt og óstutt,“ segir Jón Óskar sem telur að skyldur ríkisins séu augljósar í ljósi þess að í gildi séu sérlög fyrir Mývatn og Laxá þar sem vernd svæðisins er tíunduð nákvæmlega. „Þess vegna höfum við hitt umhverfisráðherra, þingmenn og fjárlaganefnd Alþingis og óskað eftir aðstoð við að hefja þessa vinnu við að bæta frárennslismálin hjá okkur. Það hefur engu skilað enn þá, en allir aðilar hafa þó sýnt málinu skilning og áhuga. Þetta er mál sem hið opinbera verður að koma að, ekki bara vegna sérlaganna, heldur vegna mikilvægis Mývatns fyrir Íslendinga alla – enda viðurkennt að vatnið er einstakt á heimsvísu og mikilvægt í öllum skilningi, og ekki síst í samhengi við ferðaþjónustuna,“ segir Jón Óskar sem slær þó varnagla varðandi umfjöllun um Mývatn. Hann bendir á að nýleg rannsókn, sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, stangist á við þær niðurstöður að ofauðgun blábaktería í Mývatni sé af manna völdum. „Ég get ekki skilið hans niðurstöðu, með nauðsynlegum fyrirvörum, öðruvísi en að áhrif mannsins geti ekki verið meginskýringin í þessu ástandi. Ég er ekki að segja að sú niðurstaða sé réttari en hin, en þetta er sjónarmið sem rétt er að komi fram,“ segir Jón Óskar og vísar þar til skýrslu Gunnars Steins Jónssonar líffræðings frá því í fyrra.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira