Ofbeldi í nánum samböndum: Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur Andrés Proppé Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum hefur verið starfrækt fyrst frá 1998 til 2002 og síðan óslitið frá 2006 undir nafninu „Karlar til ábyrgðar“. Undanfarin misseri hefur konum sem gerendum og körlum sem þolendum einnig verið boðið upp á aðstoð. Hefur sú þjónusta farið vaxandi, þó hægt fari. Þessar útvíkkuðu forsendur hafa leitt til þess að nafnið, sem átti svo ágætlega við í upphafi, er nú orðið villandi. Því hefur verið ákveðið að leggja til hliðar hið upprunalega nafn og velja annað sem hefur breiðari skírskotun: Heimilisfriður, með undirtitlinum „Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum“. Með þessum undirtitli er vísað til þess að auk þess að bjóða gerendum og þolendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. 8. mars sl. var undirritaður þjónustusamningur velferðarráðuneytisins við Heimilisfrið þar sem kveðið er á um að ráðuneytið greiði niður meðferð fyrir gerendur af báðum kynjum auk áhættumatsviðtala við maka. Auk þessa mun Heimilisfriður bjóða þolendum meðferð í samvinnu við félagsþjónustur sveitarfélaga.Vel varðveitt leyndarmál Til skamms tíma var ofbeldi í nánum samböndum vel varðveitt leyndarmál. Þó vitað væri að slíkt ætti sér stað var hið ríkjandi viðhorf að ofbeldi milli karls og konu í nánu sambandi félli undir friðhelgi einkalífsins. Það voru kvennahreyfingar 7. og 8. áratugarins sem opnuðu umræðuna og beittu sér fyrir aðstoð við konur sem bjuggu við ofbeldi af hendi maka síns: kvennaathvörfum var komið á fót og aukinn þrýstingur var á lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að gefa þessu vandamáli gaum: þróa viðeigandi viðbrögð og spyrja viðeigandi spurninga. Frá byrjun var ofbeldi í nánum samböndum skilgreint sem kynbundið, þ.e. gerendurnir væru í langflestum tilvikum karlar og þolendurnir í langflestum tilvikum konur. Ofbeldið var talið eiga sér rætur í gildum feðraveldisins: hin kynbundna félagsmótun, stofnanir og formgerð samfélagsins, viðhorf og venjur, eignarréttur karla og ábyrgðarleysi samfélagsins gagnvart því sem ætti sér stað innan veggja heimilisins. Sálfræðilegum skýringum á hegðun gerandans var hafnað. Á þessu hefur orðið breyting. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að rannsóknir sýni að það er sáralítill munur á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum, þ.e. að það sé álíka algengt að konur og karlar beiti líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki nýjar fréttir, rannsóknir allt aftur til 1975 hafa staðfest þetta. Þannig að það er löngu ljóst að heimilisofbeldi er ekki kynbundið í þeim skilningi að það séu einungis karlar sem eru gerendur og einungis konur sem eru þolendur.Tímabær skref Hins vegar er ofbeldi í nánum samböndum kynbundið í þeim skilningi að í þorra alvarlegustu tilvikanna eru karlar gerendur og konur þolendur og það er einnig kynbundið í þeim skilningi að rannsóknir sýna að konur sem eru þolendur upplifa ofbeldi af hendi maka miklu frekar sem ógnun en karlar sem eru þolendur. Þessi munur verður auðveldlega skýrður með líkamsburðum, en einnig er líklegt að félagslegar og fjárhagslegar ástæður hafi veruleg áhrif, þ.e. konur eru líklegri til að vera félagslega og fjárhagslega háðari sambandinu en karlar. Þess vegna er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur. Sé athyglinni og úrræðunum eingöngu beint að hinu kynbundna ofbeldi er ljóst að hópur gerenda og þolenda og börn þeirra fá litla athygli í umræðunni og þ.a.l. litla hvatningu til að leita sér hjálpar til að rjúfa vítahring ofbeldisins. Að mati greinarhöfunda var orðið tímabært að stíga þau skref hér á landi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun