Nýtur erlendur einstaklingur með geðröskun engrar samúðar? Magnús Þorkelsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Þessa dagana er fjölskylda hér í Hafnarfirði í mikilli klemmu. Hún hefur verið hér á landi frá því sumarið 2015. Hjónin eru hámenntuð en óttast um hag sinn eftir að gamli kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda á ný fyrir nokkrum árum. Það er vegna þátttöku heimilisföðurins í stjórnmálum. Þau eiga fjögur börn. Dóttur sem er í háskóla í Albaníu, son sem býðst nám í HR næsta vetur, dóttur sem stendur sig með afar mikilli prýði í Flensborgarskólanum og ungan son sem er í grunnskóla. Mér er kunnugt um að þeim yngri systkinunum gengur einnig vel félagslega og hann leikur stoltur knattspyrnu í búningi FH. Þetta fólk ber af sér góðan þokka og því stendur til boða vinna hérlendis. Þau eru sum hver vel mælt á íslensku. Í lok síðasta árs greip allsherjarnefnd Alþingis inn í mál annarrar fjölskyldu, með miklum sóma, og var sagt að þar hefði meðal annars ráðið ferðum samúðarbylgja vegna lítils barns sem var veikt. Mál Dega-fjölskyldunnar, sem hér var nefnd að ofan var nefnd er sambærilegt. Eldri sonurinn er veikur. Hann á við geðröskun að stríða. Mér var sagt af fjölmiðlamanni að þau veikindi væru ekki eins spennandi þegar að samúð kemur. Hvernig má það vera? Skiptir máli hver sjúkdómurinn er ef manneskja er veik? Eru fordómarnir að ganga frá okkur í þessu máli? Útlendingur, geðröskun, ungur maður frekar en barn? Hvar er samúð þín íslenska þjóð? Hafandi kynnst þessu kostafólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, velmenntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið misræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Héðan hafa flust þúsundir Íslendinga, fleiri en útlendingar sem komið hafa hingað. Nú er verið að flytja inn erlent vinnuafl. Hvað er í gangi? Ég ítreka beiðnir mína sem ég hef sent þingheimi, forsetanum, ráðherrum, svo nokkuð sé nefnt. Ég bið þess lengstra orða að góðir og velviljaðir menn og konur geti hugsanlega haft áhrif á þetta mál. Mér vitanlega má búast við því að næstu daga verði þetta góða fólk flutt úr landi í lögreglufylgd eins og ótíndir glæpamenn. Á íslensk þjóð ekki stærra hjarta en svo? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fjölskylda hér í Hafnarfirði í mikilli klemmu. Hún hefur verið hér á landi frá því sumarið 2015. Hjónin eru hámenntuð en óttast um hag sinn eftir að gamli kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda á ný fyrir nokkrum árum. Það er vegna þátttöku heimilisföðurins í stjórnmálum. Þau eiga fjögur börn. Dóttur sem er í háskóla í Albaníu, son sem býðst nám í HR næsta vetur, dóttur sem stendur sig með afar mikilli prýði í Flensborgarskólanum og ungan son sem er í grunnskóla. Mér er kunnugt um að þeim yngri systkinunum gengur einnig vel félagslega og hann leikur stoltur knattspyrnu í búningi FH. Þetta fólk ber af sér góðan þokka og því stendur til boða vinna hérlendis. Þau eru sum hver vel mælt á íslensku. Í lok síðasta árs greip allsherjarnefnd Alþingis inn í mál annarrar fjölskyldu, með miklum sóma, og var sagt að þar hefði meðal annars ráðið ferðum samúðarbylgja vegna lítils barns sem var veikt. Mál Dega-fjölskyldunnar, sem hér var nefnd að ofan var nefnd er sambærilegt. Eldri sonurinn er veikur. Hann á við geðröskun að stríða. Mér var sagt af fjölmiðlamanni að þau veikindi væru ekki eins spennandi þegar að samúð kemur. Hvernig má það vera? Skiptir máli hver sjúkdómurinn er ef manneskja er veik? Eru fordómarnir að ganga frá okkur í þessu máli? Útlendingur, geðröskun, ungur maður frekar en barn? Hvar er samúð þín íslenska þjóð? Hafandi kynnst þessu kostafólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, velmenntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið misræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Héðan hafa flust þúsundir Íslendinga, fleiri en útlendingar sem komið hafa hingað. Nú er verið að flytja inn erlent vinnuafl. Hvað er í gangi? Ég ítreka beiðnir mína sem ég hef sent þingheimi, forsetanum, ráðherrum, svo nokkuð sé nefnt. Ég bið þess lengstra orða að góðir og velviljaðir menn og konur geti hugsanlega haft áhrif á þetta mál. Mér vitanlega má búast við því að næstu daga verði þetta góða fólk flutt úr landi í lögreglufylgd eins og ótíndir glæpamenn. Á íslensk þjóð ekki stærra hjarta en svo?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar