Um réttindi kvenna í Íran Stefán Karlsson skrifar 18. mars 2016 00:00 Ég las blogg um Íran eftir varaþingmann Pírata, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þar sem hún fullyrðir að konur í Íran búi við meiri réttindi en konur á Íslandi. Mér blöskraði svo þessi réttlæting og undirlægjuháttur gagnvart kúgunarstjórninni í Íran að ég sé mig tilneyddan til að bregðast við. Hugmyndafræði klerkastjórnarinnar í Íran byggist á því að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og þær eiga ekki að ganga í skóla. Þær eiga ekki að taka þátt í opinberu lífi í samfélaginu. Khomeini erkiklerkur í Íran, sem sjálfur tók sér níu ára brúði, sagði eitt sinn að pólitíska þátttöku kvenna mætti leggja að jöfnu við vændi. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 afnámu stjórnvöld fjölskyldulögin frá 1975 sem tryggðu framfærslu eftir skilnað, takmörkuðu heimild til fjölkvænis og veittu jafnvel konum rétt til að skilja við eiginmenn sína og giftast aftur. Í stað þeirra komu hin skelfilegu írönsku refsilög en samkvæmt þeim er litið svo á að níu ára stúlka sé fullorðin. Ef hún fremur glæp sem kallar á dauðarefsingu getur rétturinn dæmt hana til dauða. Ef karlmaður og kona lamast af völdum slyss skulu bætur fyrir skaðann sem konan fær nema helmingi þess sem karlmaðurinn fær. Lögin heimila föður, sem fær leyfi dómstóla, til að gifta dóttur sína burtu áður en hún nær þrettán ára aldri manni sem er sjötíu ára. Sem áþreifanleg dæmi um það ástand sem konur í Íran búa við má nefna konu sem var hýdd til dauða vegna þess að sést hafði til hennar synda í heimilislaug fjölskyldunnar í sundbol og einnig sextán ára stúlku sem var hengd til dauða í byggingarkrana fyrir glæpi gegn hreinlífi. Þessari stúlku hafði verið nauðgað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá kúgun sem konur í þessu landi búa við og ég hugsa að íslenskar konur myndu ekki vilja skipta. Að mínum dómi byggjast írönsk lög á kvalalosta. Það er hörmulegt til þess að vita að fólk með viðhorf eins og Ásta Guðrún hefur skuli geta komist til áhrifa í íslensku samfélagi sem allar líkur eru á miðað við það fylgi sem Píratar hafa í skoðanakönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las blogg um Íran eftir varaþingmann Pírata, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þar sem hún fullyrðir að konur í Íran búi við meiri réttindi en konur á Íslandi. Mér blöskraði svo þessi réttlæting og undirlægjuháttur gagnvart kúgunarstjórninni í Íran að ég sé mig tilneyddan til að bregðast við. Hugmyndafræði klerkastjórnarinnar í Íran byggist á því að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og þær eiga ekki að ganga í skóla. Þær eiga ekki að taka þátt í opinberu lífi í samfélaginu. Khomeini erkiklerkur í Íran, sem sjálfur tók sér níu ára brúði, sagði eitt sinn að pólitíska þátttöku kvenna mætti leggja að jöfnu við vændi. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 afnámu stjórnvöld fjölskyldulögin frá 1975 sem tryggðu framfærslu eftir skilnað, takmörkuðu heimild til fjölkvænis og veittu jafnvel konum rétt til að skilja við eiginmenn sína og giftast aftur. Í stað þeirra komu hin skelfilegu írönsku refsilög en samkvæmt þeim er litið svo á að níu ára stúlka sé fullorðin. Ef hún fremur glæp sem kallar á dauðarefsingu getur rétturinn dæmt hana til dauða. Ef karlmaður og kona lamast af völdum slyss skulu bætur fyrir skaðann sem konan fær nema helmingi þess sem karlmaðurinn fær. Lögin heimila föður, sem fær leyfi dómstóla, til að gifta dóttur sína burtu áður en hún nær þrettán ára aldri manni sem er sjötíu ára. Sem áþreifanleg dæmi um það ástand sem konur í Íran búa við má nefna konu sem var hýdd til dauða vegna þess að sést hafði til hennar synda í heimilislaug fjölskyldunnar í sundbol og einnig sextán ára stúlku sem var hengd til dauða í byggingarkrana fyrir glæpi gegn hreinlífi. Þessari stúlku hafði verið nauðgað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá kúgun sem konur í þessu landi búa við og ég hugsa að íslenskar konur myndu ekki vilja skipta. Að mínum dómi byggjast írönsk lög á kvalalosta. Það er hörmulegt til þess að vita að fólk með viðhorf eins og Ásta Guðrún hefur skuli geta komist til áhrifa í íslensku samfélagi sem allar líkur eru á miðað við það fylgi sem Píratar hafa í skoðanakönnunum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar