Sérlög þýða stóraukna ábyrgð Svavar Hávarðsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Við Mývatn Enginn vafi leikur á því að ríkið ber auknar skyldur gagnvart verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu vegna sérlaga um náttúruvernd á svæðinu. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um mengun í Mývatni er tekið undir að ofauðgun blábaktería í vatninu og áhrif hennar á lífríkið þar sé mikið áhyggjuefni; verið sé að skoða hugsanlegar lausnir og rætt hafi verið við sveitarfélagið um þau mál. Verið sé að fara yfir nýja samantekt um uppsprettur næringarefna til að meta hvort hugsanlegar aðgerðir munu skila raunverulegum árangri. Umbætur í fráveitumálum eru einn þáttur sem hefur verið nefndur til að draga úr ofauðgun. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru fráveitumál almennt á ábyrgð sveitarfélaga, en ríkið hafi rætt við sveitarfélagið um stöðu mála m.a. í ljósi sérlaga, eins og gilda við Mývatn. Það liggi fyrir að ráðuneytið hafi þurft betri yfirsýn yfir hvert sé innstreymi efna í vatnið sem veldur menguninni og hvaðan hún kemur, svo skipulega sé hægt að bregðast við henni. Í því augnamiði hafi á vegum ráðuneytisins verið unnin samantekt af Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi á fyrirliggjandi gögnum úr ýmsum áttum. Að mati ráðuneytisins gefur samantektin glögga mynd af innstreymi næringarefna frá náttúrulegum uppsprettum og af mannavöldum og sé góður grunnur til að meta áhrif hugsanlegra aðgerða. Það sé hins vegar ekki ljóst af samantektinni hvort aðgerðir í fráveitumálum eða á öðrum sviðum muni skila tilætluðum árangri varðandi bakteríublóma og það þurfi að skoða betur, sem verði gert á næstunni. Spurningarnar eru stórar og flóknar. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það sé engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega í Mývatni – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Mývatn sé afar frjótt frá náttúrunnar hendi og öll viðbót hafi áhrif. Innstreymi næringarefna hafi verið mikið áratugum saman, og áhrifa kísilverksmiðjunnar við Mývatn gæti jafnvel enn þá. Grunnspurningin sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa varpað fram í þessu samhengi er sú hvort ríkið beri ekki frekari skyldur vegna sérlaga um Mývatn og Laxá – og þeirra á meðal sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem hefur farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé stutt til að bæta fráveitumál sín. Í svari ráðuneytisins segir að enginn dragi í efa að svæðið hafi hátt verndargildi og sé einstakt á heimsvísu og að stjórnvöld beri aukna ábyrgð í ljósi þess að sérlög gilda um vernd þess. Verði ekki stefnt í hættu af mannavöldumLög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu tóku gildi árið 2004. Markmið þeirra er að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Í lögunum segir að þau eigi að tryggja verndun líffræðilegrar fjölbreytni á vatnasviði Mývatns og Laxár. Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að ríkið ber auknar skyldur gagnvart verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu vegna sérlaga um náttúruvernd á svæðinu. Í skriflegu svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um mengun í Mývatni er tekið undir að ofauðgun blábaktería í vatninu og áhrif hennar á lífríkið þar sé mikið áhyggjuefni; verið sé að skoða hugsanlegar lausnir og rætt hafi verið við sveitarfélagið um þau mál. Verið sé að fara yfir nýja samantekt um uppsprettur næringarefna til að meta hvort hugsanlegar aðgerðir munu skila raunverulegum árangri. Umbætur í fráveitumálum eru einn þáttur sem hefur verið nefndur til að draga úr ofauðgun. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru fráveitumál almennt á ábyrgð sveitarfélaga, en ríkið hafi rætt við sveitarfélagið um stöðu mála m.a. í ljósi sérlaga, eins og gilda við Mývatn. Það liggi fyrir að ráðuneytið hafi þurft betri yfirsýn yfir hvert sé innstreymi efna í vatnið sem veldur menguninni og hvaðan hún kemur, svo skipulega sé hægt að bregðast við henni. Í því augnamiði hafi á vegum ráðuneytisins verið unnin samantekt af Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi á fyrirliggjandi gögnum úr ýmsum áttum. Að mati ráðuneytisins gefur samantektin glögga mynd af innstreymi næringarefna frá náttúrulegum uppsprettum og af mannavöldum og sé góður grunnur til að meta áhrif hugsanlegra aðgerða. Það sé hins vegar ekki ljóst af samantektinni hvort aðgerðir í fráveitumálum eða á öðrum sviðum muni skila tilætluðum árangri varðandi bakteríublóma og það þurfi að skoða betur, sem verði gert á næstunni. Spurningarnar eru stórar og flóknar. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það sé engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega í Mývatni – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Mývatn sé afar frjótt frá náttúrunnar hendi og öll viðbót hafi áhrif. Innstreymi næringarefna hafi verið mikið áratugum saman, og áhrifa kísilverksmiðjunnar við Mývatn gæti jafnvel enn þá. Grunnspurningin sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa varpað fram í þessu samhengi er sú hvort ríkið beri ekki frekari skyldur vegna sérlaga um Mývatn og Laxá – og þeirra á meðal sveitarstjórn Skútustaðahrepps sem hefur farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé stutt til að bæta fráveitumál sín. Í svari ráðuneytisins segir að enginn dragi í efa að svæðið hafi hátt verndargildi og sé einstakt á heimsvísu og að stjórnvöld beri aukna ábyrgð í ljósi þess að sérlög gilda um vernd þess. Verði ekki stefnt í hættu af mannavöldumLög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu tóku gildi árið 2004. Markmið þeirra er að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Í lögunum segir að þau eigi að tryggja verndun líffræðilegrar fjölbreytni á vatnasviði Mývatns og Laxár. Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira